Categories
Uncategorized

Páskar 2013

Gleymum því ekki nú um páskana, að það sem veitir okkur mesta hamingju er yfirleitt ókeypis.

Samverustund með uppáhalds fólkinu. Vinum, fjölskyldu. Að vera þátttakandi í samfélaginu. Vera virkur. Geta hreyft sig og notið útivistar. Að takast á við áskoranir, að vera tilbúin að læra nýja hluti. Að upplifa eitthvað nýtt. Þetta eru allt saman þættir sem auka hamingju og hlúa að okkar velferð. Að auki: það að vera til staðar hér og nú, að upplifa fegurðina sem er allt í kringum okkur, og að þakka fyrir þá hluti sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum.

Verum örlát á okkur sjálf og tíma okkar segja fræðin um hamingjuna, finnum að það er gott að láta sér annt um annað fólk, gefa af sér og jafnvel gleðja aðra.

Gleðilega páska!

páskar

Categories
Uncategorized

20. mars er hamingjudagur

day-of-happinessAlþjóðlegi hamingjudagurinn 20. mars 2013

Alþjóðlegi hamingjudagurinn verður haldinn í fyrsta sinn þann 20. mars næstkomandi. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli á hamingju sem mikilvægu takmarki fyrir einstaklinga og stjórnvöld.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir hamingju og vellíðan sem sammannlegt grundvallarmarkmið. Hvetur þingið aðildarríkin til að leggja enn meiri áherslu á mikilvægi þess að leita að hamingju og vellíðan og að þessi atriði séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanir stjórnvalda. Allsherjarþingið samþykkti ályktun þessa efnis í júní 2012
,,Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg vellíðan er ósýnileg. Saman er þetta þó það sem ákvarðar hamingju að stórum hluta,, Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna 2013

Hér er áskorun dagsins:
1. Ég lofa að leggja mitt að mörkum til að auka hamingju og fegurð í heiminum
2. Ég mun halda á lofti nafni þeirra sem hafa gert samborgara sína enn hamingjusamari, leyfðu öðrum að heyra hvað þeir hafa lagt af mörkum
3. Í dag ætla ég að gleðja einhvern. Þarf ekki að kosta krónu. Smátt eða stórt, skiptir ekki máli.

Sjá einnig:
Má bjóða þér að taka hamingjupróf! ókeypis á netinu – mikilsvirt próf eftir Ed Diener, sem er kallaður Dr. Happiness í USA: http://www.visir.is/section/FRONTPAGE&template=htest

Day of happiness: http://dayofhappiness.net/ http://www.prweb.com/releases/Internationaldayof/happiness/prweb9652737.htm

Frá Landlækni: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item19867/Althjodlegi-hamingjudagurinn-20–mars-2013einnig:

Sameinuðu þjóðirnar: http://www.prweb.com/releases/Internationaldayof/happiness/prweb9652737.htm

Menntamálaráðherra – viðtal vegna hamingjudagsins á mbl.is: http://www.visir.is/-og-bdquo;enginn-buinn-ad-leysa-thetta-enn-og-ldquo;/article/2013130318950?fb_action_ids=10151322919441980&fb_action_types=og.likes&fb_ref=top&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151322919441980%22%3A154122038082163%7D&action_type_map=%7B%2210151322919441980%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151322919441980%22%3A%22top%22%7D

Lög dagsins:
Jónas Sig og ritvélarnar – hamingjan er hér: http://www.youtube.com/watch?v=5PT4VfZaRww
Páll Óskar – ljúfa líf: http://www.youtube.com/watch?
v=30jW4aSdjiA&feature=player_embedded

Categories
Uncategorized

Hvað er betra, en að eiga

Það besta sem guð hefur gefið

Hvað er betra enn að eiga,
innri gleði, innri frið.
Guð minn þá er gott að meiga,
ganga út í sólskinið.

Eftir Pálma Eyjólfsson, sýslufulltrúa. Hvolsvelli

sveit um alla sveit

Categories
Uncategorized

109 ára gömul kona sem lifði af helförina, þetta eru hennar skilaboð út í lífið

Bjartsýni, leita að því góða, lífið er fallegt. Það ljóta er til, en leiðum það hjá okkur eins og við getum. Fegurð er allsstaðar, dáðstu. Verum þakklát og hamingjusöm. Þakklát fyrir að vera á lífi, þakklát fyrir lífið”

Categories
Uncategorized

Góan er komin!

Lífið er gott og verum þakklát!
Hér eru æfingar sem hafa þau áhrif að við verðum þakklátari og sjáum gjafir lífsins:

1) Skrifaður niður á hverjum degi þrennt nýtt sem þú ert þakklát(ur) fyrir. þetta mun hafa þau áhrif að þú tekur auðveldar eftir því sem er mikils virði

2) Skrifaðu niður nokkuð nákvæmlega eina góða minningu sem gerðist s.l. sólarhring. Þú endurlifir þar með gott andartak og það gefur þér kraft og gleði

3) Íhugaðu – hugleiðsla – núvitund – slökun – auðveldar þér verkefni dagsins

4) Hreyfðu þig – stattu upp frá skrifborðinu, taktu stigann frekar en lyftu, bjóddu öllum góðan daginn, fáðu þér göngu eftir göngum, jóga, ganga, hlaup, sund … hreyfing eflir andann!

5) Gerðu öðrum gott – sendu kveðju, þakklæti, hrós, hvatningu – út í heiminn 🙂

Hér er hressandi innlegg frá Shawn Achor frá 2011 á ted.com