Categories
Uncategorized

Hamingjusömustu löndin

Ísland er í 9 sæti skv. hamingjumælingum OECD.  Okkur gengur betur í þeim tölum en í Eurovison 🙂

Hamingjusömustu löndin og í þessari röð:  Ástralía (þriðja árið í röð), Svíþjóð, Kanada, Noregur, Sviss, Bandaríkin, Danmörk, Holland, Ísland, Bretland

Sjá: http://www.visir.is/islendingar-niunda-hamingjusamasta-thjodin/article/2013130529149

happy-earthsjá nánar: http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/

En þar segir í lauslegri þýðingu:

Ánægja: Íslendingar eru ánægðari með líf sitt að meðaltal heldur en aðrar þjóðir innan OECD skv. samantekt.  87% íslendinga segja að þau upplifa meira af jákvæðum tilfinningum (t.d. hvíld, stolt, ánægja) heldur en neikvæðum (sársauki, áhyggjur , sorg, leiðindi) en  að jafnaði á það við um 80% íbúa þjóða innan OECD.

Fjármál: Vissulega kaupa peningar ekki hamingjuna. En tekjur skipta þó máli t.d. til að geta keypt sér þægindi og jafnvel lífsgæði. Meðaltekjur íslenskra heimila eru að jafnaði vel undir meðaltali hjá OECD löndunum. Skv. mælingunum eru tekjur okkar á kvarðanum sem þeir nota  3,1, en eru t.d.  3,5  í Finnlandi,  3,9  í Danmörku,  5,1 í Frakklandi,  5,5  í Hollandi og  Bretlandi og  7,8  í Sviss. Með mestar meðaltekjur eru USA, eða með 10 á kvarðanum.

Lífslíkur: Lífslíkur á Íslandi eru 82 ár.  Lífslíkur kvenna eru 84 ár samanborið við 81 árs fyrir karlmenn.  Lífslíkur í öðrum OECD löndum, eru í meðaltali 80 ár.

Virkni og þátttaka: Á Íslandi er sterk tilfinning fyrir því að tilheyra samfélagi.  T.d. telja 98% íslendinga sig hafa fólk í kringum sig sem það getur leitað til í erfiðleikum. Það á hins vegar við um 90% hjá öðrum þjóðum.  Þátttaka í síðustu kosningum  hér á landi var með því mesta sem gerist innan OECD landanna, eða 85% þátttaka hér á móti að 72% að jafnaði hjá OECD.

Lofts- og vatnsgæði: Það er mengun í loftinu, en minni hér en að jafnaði meðal OECD þjóða. Mælist 10mg hér, mengun yfir 16 mg skemmir lungu en mengun í OECD er 21 mg. Íslendingar eru ánægðir með vatnið sem þeir drekka.  97% svarenda á Íslandi eru ánægðir með vatnið sitt, en að meðaltali á það við um 84%  svarenda annarra OECD þjóða.

Menntun: 67% á Íslandi hafa lokið framhaldsskóla eða sambærilegri menntun, 66% karlar og 67% kvenna. Meðaltalið skv. samantektinni er 74%.  Mælingar á kunnáttu í lestri, stærðfræði og vísindum, mælist í Pisa ,,kvörðum”  501 stig á Íslandi, 497 stig að jafnaði í OECD. Stelpur skora 13 stigum hærra en strákar á Íslandi, en í OECD munar hins vegar minna milli kynjanna, eða 9 stigum.

Atvinnuþátttaka: 79% á aldrinum 15-64  ára eru í launaðri vinnu. Að meðaltali í OECD er þátttakan á atvinnumarkaðnum hins vegar 66%. 81% karlmanna eru í launaðri vinnu og  77% kvenna. Meðaltal segir að Íslendingur vinni 1732 tíma á ári sem er minna en að jafnaði hjá OECD eða 1. 776.

reykjavik

Inn á síðunni er einnig hægt að sjá flotta samantekt á þessum kvörðum sem sýnir hvar við stöndum að jafnaði og hvaða lönd mælast betur eða verr í þessum lífsgæðum og jafnvel bera saman löndin – til að hjálpa okkur að velja hvar er best að dvelja?!

Categories
Uncategorized

Að hrósa – Kennslumyndband

Félagshæfnissaga, upphaflega gerð fyrir börn og unglinga með einhverfu og Aspergersheilkenni, til að útskýra af hverju og hvernig er hrósað.

En góður boðskaður fyrir alla! börn og fullorðna!!

https://www.facebook.com/video/embed?video_id=10151108448327990

 

rós – hrós 🙂

rós

Categories
Uncategorized

Hamingjan .. hún er best af öllu

Hvað ertu ánægð(ur) með lífið þitt í dag, á bilinu 1 – 10?

– Hvað þarf til, til að þú hækkir um 0,5?

hlæjandi api

 

Categories
Uncategorized

Látum okkur dreyma um fullkomið kvöld….

sólarlag

Hér eru ágætar spurningar til að draga fram þínar óskir og drauma um ánægjulegar stundir.

Lýstu fullkomnu kvöldi – frá kl. 18-24.

Hvar ertu, með hverjum, hvernig byrjar kvöldið og hvenær og hvernig lýkur því?.

Má vera útóbískt eða raunhæft, eftir þínu vali

Lýstu fullkomnum degi.

Frá morgni til síðdegis. Kl. 9 – 18.

Hvað ertu að fást við? með hverjum helst o.s.frv.

Nefndu þrennt sem gladdi þig í gær.

Nefndu þrennt sem þú ert þakklát(ur) fyrir.

Íhugaðu svo hver stendur þér næst og hvern þig langar að gleðja . Gera dag hans eða kvöld ánægjulegra.

Skrifaðu svo niður á blað hluti sem þú veist, að gleður fjölskyldumeðlimi og gleddu þá markvisst. Maka, börn, vini.

Vertu tilbúin að taka þátt í einhverju sem þú hefur ekki mikinn áhuga á, en gleður aðra að þú sért með í.  Því það gæti verið þess virði. Með því að gleðja aðra, ertu í rauninni að gleðja þig því þú ert að skapa meiri nánd og betri tengsl.

 

the best in lifa arnt things

Categories
Uncategorized

Mihaly Csikzentmihalyi og Flæði

Mihaly_Csikszentmihalyi

Einn af  andans mönnum jákvæðrar sálfræði, Mihaly Csikszentmihalyi var barn að aldri þegar hann flúði föðurland sitt, Ungverjaland í síðari heilsstyrjöldinni með foreldrum. Hann flúði ásamt fjölskyldu sinni og vinafjölskyldum til Ítalíu. Mihaly endaði í langskólanámi í Bandaríkjunum 22ja ára og býr þar öldungur í dag. Hann varð vitni að því að nágrannar hurfu, að fólk hætti að talast við og að fólk skotið út á götu. Þá áttaði hann sig á því að þótt fólk væri fullorðið kynni það ekkert að vera hamingjusamt. Hann endaði sem rannsakandi á því sviði og virtur fræðimaður og kom jákvæðri sálfræði á skrið í Bandaríkjunum um síðustu aldamót ásamt Dr. Martin Seligman. Hann hefur haldið því fram að við höfum ótrúlega litla þekkingu á því hvað gerir okkur hamingjusöm eða hvað gleður okkur.

Mihaly hefur leitað svara í heimi trúarbragða, sköpunar, íþrótta og lista í leit að svörum við hamingjunni. Hans frægasta kenning er kenningin um flæði (flow).   Kenning hans er um að við upplifum ánægju, týnum tímanum þegar við erum að fást við eitthvað sem er krefjandi og er í samræmi við getu, þá upplifum við okkar mesta sköpunarmátt og upplifum gleði. Að þegar við náum að takast á við krefjandi verkefni sem við finnum að við ráðum við ef við beitum okkur, þá náum við því stigi sem kallast flæði. Við týnum tímanum, erum einbeitt og ekkert heldur okkur frá verkefninu.  Við upplifum ákefð og ánægju.  Við förum á ystu nöf eigin getu og hlutirnir virka. Endurgjöfin er einhvernig veginn að ,,nú er allt eins og það á að vera”. Ef við erum að fást við léttvæg verkefni og höfum mikla hæfni, þá verðum við áhugalaus, sinnulaus og leiðist. Hins vega ef við höfum litla hæfni en stöndum frammi fyrir miklum kröfur, verðum við kvíðin og stressuð og gleðin er þá fljót að hverfa.  Best er að hæfni sé mikil og verkefnin krefjandi. Þannig blómstrum við!

Við upplifum oftar flæði í vinnu heldur en heima fyrir. FLOW2

Categories
Uncategorized

Samkennd – ýttu á myndina og þá stækkar hún og verður læsileg

262570_10151539851023762_570533552_n