Categories
Uncategorized

Hvaða aðstæður skapa mesta hamingju fyrir sem flesta?

Samkvæmt Professor Ruut Veenhoven í Hollandi, skýra félagslegar aðstæður um 75% af hamingju þeirra sem eru hamingjusamastir – þ.e. eitt er að ákveða sjálfur að vera hamingjusamur – það er gott og vel – en það eru ekki síst aðstæður sem við fæðumst í, ölumst upp við og getum svo haft sjálf áhrif á – sem skipta mestu. Þá má líka segja að ákvarðanir stjórnvalda hafa mikil áhrif á hamingju þegna samfélaga, sem er góð stjórnun (good governance). Lýðræði, fjárhagsleg velmegun, jafnrétti kynja og velferðarsamfélag. Að hafa atvinnu, tækifæri til náms og frelsi til athafna skipta miklu máli. Hér er áhugavert 30 mínútna innlegg fyrir áhugasama frá Prof. Ruut Veenhoven, Erasmus University, Rotterdam.