Categories
Uncategorized

Ungt fólk og kynlíf

Ég hef verið dálítið hugsi yfir þessari svokallaðri ,,klámvæðingu”. Ég vill leggja mitt á vogaskálarnir í þeim efnum og til alls þess unga fólks sem ég þekki. Fyrir mér er þetta svona: Kynlíf er form af samskiptum. Sömu lögmál gilda þar með um kynlíf og samskipti. Til dæmis þessi:

•Það verður að vera skemmtilegt
•þar dafnar ekkert nefna þar sé traust og heiðarleiki
•Löngun er til þess að vera saman
•Þar ríkir skilningur
•Jafnvægi í að gefa og þiggja
•Þar er öryggistilfinning
•Lætur þér líða vel með sjálfa/n þig
fake it until you make it
Ef tilfinningar eins og vantraust, fjarlægð og skilningsleysi, eiginleikar eins og óheiðarleiki veikja eigin sjálfsmynd.
Categories
Uncategorized

skoskur málsháttur

 

Categories
Uncategorized

Menn eiga að hafa vit á því að vera í góðu skapi

Categories
Uncategorized

Ham-ingja

TraustHamingjan? hún er svona hamur sem sveipast um þig þegar síst skyldi. Þetta er gamla heiðna hugmyndin. Að hamingjan komi bara óvænt og upp úr þurru. Og jú það gerist. Grísku heimspekingarnir töluðu um að hamingjan væri farsæld. Því getur þú varla sagst vera hamingjusamur nema að afkomendur þínir, börnunum þínum farnist vel. Þá hefur þú lifað til góðs og mátt teljast hamingjusamur, sem sagt þegar þú ert allur. Í dag vitum við að það er ekki síst góð breytni, sinna sínum skyldum, vera með fólki sem gerir þér gott og temja sér holla góða siði t.d. jákvætt viðhorf, vinsemd, hreyfing og hollur matur. Við vitum þetta öll svo sem, bara gott að vera minntur á þetta. Hvern hringir þú í þegar þú ert með rosalega góða frétt af þér eða ert sorgmædd/ur?? sú sem fyrst kemur upp í hugann er þér hjartfólgnust.

Enska orðið Happiness, rekur upprunann til Happ í íslensku, að verða fyrir óvæntu happi. Sama merking og að fara í ,,haminn” sem sveipast skyndilega utan um þig  án nokkurs fyrirvara, óvænt úr lausu lofti. Sú heiðna hugmynd.

Categories
Uncategorized

Vinátta

Þetta eru merki um góða vináttu:

* einhver sem þú getur leitað til á góðum og erfiðum stundum

* einhver sem þú getur treyst og dæmir þig ekki

* einhver sem er ekki að reyna að særa tilfinningar þínar

* einhver sem sýnir þér virðingu og vinsemd

* einhver sem þykir vænt um þig og langar að hitta þig, ekki af því það er einhver skylda, heldur af því hann velur að vera með þér

* þér finnst gaman eða gott að hitta

* sýnir þér hollustu og þú honum

* hlærð með

* sem finnur líka til, þegar þér líður illa

Hér eru nokkrir molar sem hjálpa manni að vera góður vinur:

– hlusta

– vera til staðar

– gera eitthvað skemmtilegt með

– styðja

– vera uppörvandi, hrósa, ræða mannkostina

– vera heiðarlegur og einlægur

428858_4275636376183_1416637772_n

Categories
Uncategorized

Hamingjan og íslendingar

Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug.
Tæplega er það eingöngu vegna veðursins heldur gæti ég trúað að svarið liggi frekar í menningu þeirra landa sem mælast hamingjusömust. Happ í hugtakinu happiness kemur úr íslensku. Happ merkir reyndar lukka en hugtakið hamingja þykir hafa dýpri merkingu. Hamingjuna er erfitt að skilgreina, helst hefur hún verið skilgreind sem ákveðið hugarástand s.s. sátt, þakklæti, sæla, farsæld eða einhverskonar afleiðing af réttri breytni.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að við Íslendingar mælumst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dæmi um slíkar rannsóknir finnast víða, t.d. hjá Ruut Veenhoven, University of Rotterdam (sjá http://worlddatabaseofhappiness.eur.nl), Gallup rannsóknir og Eurobarometer, og rannsóknir hjá Landlæknisembættinu (sjá hjá Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og http://www2.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2827). Ruut Veenhoven hefur verið ötull mælingarmaður á hamingjuna og hefur einfaldlega beðið fólk með jafnvel einni spurningu að meta líf sitt á bilinu 1 – 10, því hærri tala, eftir því sem þú telur þig, því hamingjusamari. Hann telur sig vera að mæla hamingjutilfinningu sem er djúpstæðari en hér og nú, því er mikil fylgni milli tölunnar sem við nefnum viku eftir viku.
Það er athyglisvert að hann fær aldrei það viðkvæði að svarandi skilji ekki spurninguna, en hann hefur spurt fólk um nánast allan heim í hinum ólíklegustu menningarsamfélögum. Við mældumst hæst í hamingjunni sem þjóð árið 2003, eða með 8,3. Mældumst 7,8 árið 2008 og 2009. Í dag er meðalhamingja þjóða 6,0 skv. Ruut Veenhoven (2011). Danir mældust í nýjustu könnuninni 8,5 sem er ein hæsta mæling þjóðar sem sést hefur. Nú getur hver sem er velt því fyrir sér, hvaða einkunn hann gefur sjálfum sér á þessum mælingarkvarða, einnig er áhugavert að bæta þá við spurningunni „hvað er það sem þú getur sjálf/ur gert til að talan hækki um 0,5?”.
Það er spennandi að skoða hvað einkennir samfélög þar sem mikil almenn hamingja mælist. Traust er afar mikilvægt og sú tilfinning að tilheyra samfélagi. Því hefur hingað til verið tekið af kaldhæðni hversu hamingjusöm við hér á landi mældumst. Hér er talsverð lyfjataka og þunglyndi mælist víða svo ekki sé nefnt efnahagslega hrunið og hvað stjórnsýslan er götótt. En ef við rýnum í aðstæður okkar má kannski segja að við höfum hingað til haft fulla ástæðu til að mælast hamingjusöm. Atvinnuleysi hefur ekki verið ríkjandi vandamál sl. áratugi þar til nú og mælist atvinnuleysið hjá okkur þó lægra en víða í Evrópu. Hér eru sterk fjölskyldu- og félagstengsl. Gott aðgengi að menntun og góð heilbrigðisþjónusta hefur fylgt okkur lengi. Vissulega er breytt landslag eftir hrun, en við höfum þó ennþá grundvöll til að hér ríki almenn farsæld og hamingja. Hamingja Íslendinga virðist hafa minnkað til muna við nýjustu mælinguna og ekki kæmi á óvart að það væri ekki síður vegna trausts í samfélaginu og trú á réttlátt samfélag fyrir alla heldur en að það sé skortur á peningum. Fylgni við peninga er klárlega til staðar ef við höfum ekki í okkur og á, en þegar við höfum „nóg”, eru það klárlega aðrir þættir sem mælast í meiri fylgni við hamingjuna heldur en peningar.
Rannsóknir hafa jafnvel sýnt litla fylgni, stundum neikvæða og stundum enga milli peninga og hamingju. Það eru mannleg samskipti, virkni, þátttaka, jákvætt viðhorf, þakklæti og það að láta gott af sér leiða sem gerir okkur hamingjusöm. Kyrrseta og aðgerðarleysi eykur óhamingju. Vertu lítið einn með sjálfum þér, taktu þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum viljir þú vera hamingjusamur.
Bretar og fleiri þjóðir hafa sett á laggirnar sérstakar stofnanir til að mæla almenna hamingju og til að þróa hamingjuvísitölu, sem beri að nota samhliða hagvaxtarvísitölunni, þ.e. er gengið til góðs fram á veg. Þetta er eitthvað sem væri skemmtilegt viðfangsefni hér á landi.
Í lokin vil ég segja frá því að það er til félag um jákvæða sálfræði og upplýsingar um félagið má m.a. finna á fésbókinni. Heimasíða félagsins mun birtast með haustinu, en til bráðabirgða má finna upplýsingar á: http://jasalar.wikispaces.com/home. Félagsmenn eru áhugafólk og fagfólk sem hefur áhuga á heilbrigði og farsæld og vill fræðast um jákvæða sálfræði og hamingjufræði, nýir félagar eru velkomnir.
Sjá
 http://www.visir.is/hamingjan-og-islendingar/article/2012704279989
Categories
Uncategorized

Við erum hamingjusömust

Við erum hamingjusömust þegar við:

1 upplifum eitthvað ánægulegt t.d. borðum góðan mat með góðu fólki, förum í notarlegt bað, förum í fjallgöngu

2 erum upptekin, erum þátttakendur, virk og týnum tímanum

3 erum í góðum samskiptum við okkar nánustu vini og ættingja (og til langs tíma hefur það líkamleg áhrif til góðs)

4 upplifum að líf okkar skiptir máli, höfum tilgang

höfum uppskorið, náð árangri í verkum
Skv. Dr. Martin Seligman.Jóhannes í vatnaskógi 2

Categories
Uncategorized

Þakklæti – sniðug æfing:

Skemmtileg rannsókn hér á ferð. Sjálfboðaliðar skrifa einhverjum sem hefur skipt mjög miklu máli í þeirra lífi þakklæti sitt. Sjáðu áhrifin:

 

 

 

 

1. Skrifa niður. Hvaða manneskja í þínu lífi hefur skipt þig mjög miklu máli?

2. Lestu bréfið fyrir viðkomandi. Hann má ekki trufla þig á meðan.

 

Categories
Uncategorized

Afleiðingar hamingunnar geta verið …..

Hamingjusamt fólk:

1. Er líklegra til að nota sætisbelti í umferðinni

2. Er ólíklegra að hringja sig inn veika frá vinnu

3. Er ólíklegra til að fá kvef, þegar fær kvef, er það ekki jafn slæmt og  hjá þeim sem eru óhamingjusamari

4. Er líklegra til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi

5. Er ólíklegra að lenda í vinnuslysi

6. Er líklegra að gifta sig og vera gift

7. Er líklegra til að fá jákvæða svörun frá viðskiptavinum og yfirmönnum

8. Er ólíklegra að þurfa að fara á slysadeild

9. Er líklegra til að lifa marktækt lengur

Professor Ed Deiner í bandaríkjunum, kallaður ,,Dr Happiness” hefur stýrt rannsóknum á hamingjunni í áratugi og er mjög virtur fræðimaður. Hans megin niðurstaða er að aldur hefur ótrúlega líkil áhrif á hamingju, greind virðist ekki skipta máli yfirleitt og kyn lítil áhrif.

Nú hafa þeir feðgar, Ed Diener og sonur hans kallaður ,,indiana Jones hamingjufræða”, Robert Biswas Diener gefið út samantekt á nýlegum rannsóknum á fylgni milli ákveðinna þátta og þess að telja sig mjög hamingjusama. Listinn að ofan er einmitt frá þeim kominn.

Diener fegðar

 

 

Hér er að finna góða samantekt og í lokin viðtal við sjálfan Ed Diener:

http://www.abc.net.au/radionational/programs/allinthemind/science-of-love-and-happiness/4797748?utm_source=What+is+happiness+for&utm_campaign=happiness%2C+health%2C+ed+diener%2C+benefits+of+happiness%2C+research&utm_medium=email

og hér er skemmtilegt viðtal við þá feðga vegna útgáfu bókar þeirra frá 2010, á síðu Oprah Winfried:

http://www.oprah.com/spirit/Which-Way-to-Happy-Two-Experts-Weigh-In

Categories
Uncategorized

Fjármál og hamingjan

trouble

Er að lesa mér til yndisauka Well Being – The Five Essential Elements e. Tom Rath og Jim Harter. Gallup Prent.

Jafnvægi milli peninga og velferðar: 

a) eyddu í upplifun og reynslu

b) eyddu í aðra frekar en í efnislegar eigur

c) komdu útgjöldum í ,,sjálfvirk ferli” svo þú hafir yfirsýn hvað þú hefur milli handanna og þarft ekki að hafa áhyggjur dags daglega af föstum afborgunum heimilisins

og aukaplúss: leggðu aðeins fyrir, til að búa við fjárhagslegt öryggi eftir því sem tíminn líður.

Leiðinleg pæling en örugglega sönn 🙂

the best in lifa arnt things