Categories
Uncategorized

HAM-ingjan

Hamingjan? hún er svona hamur sem sveipast um þig þegar síst skyldi. Þetta er gamla heiðna hugmyndin. Að hamingjan komi bara óvænt og upp úr þurru. Og jú það gerist. Grísku heimspekingarnir töluðu um að hamingjan væri farsæld. Því getur þú varla sagst vera hamingjusamur nema að afkomendur þínir, börnunum þínum farnist vel. Þá hefur þú lifað til góðs og mátt teljast hamingjusamur, sem sagt þegar þú ert allur. every day may not be goodÍ dag vitum við að það er ekki síst góð breytni, sinna sínum skyldum, vera með fólki sem gerir þér gott og temja sér holla góða siði t.d. jákvætt viðhorf, vinsemd, hreyfing og hollur matur.  Við vitum þetta öll svo sem, bara gott að vera minntur á þetta. Hvern hringir þú í þegar þú ert með rosalega góða frétt af þér eða ert sorgmædd/ur?? sú sem fyrst kemur upp í hugann er ekki ólíklega sá sem er þér hjartfólgnastur þegar upp er staðið.
Categories
Uncategorized

Tilgangur lífsins og jákvæðar tilfinningar

ImageDæmi um jákvæðar tilfinningar er örlæti, að fyrirgefa, finna sjálfstraust, von, kærleikur, bjartsýni, kærleik, samhygð, finna trúnað og skilning, þakklæti, stolt og gleði. Góðu tilfinningar gera lífið þess virði að því sé lifað og fylla okkur krafti . Þessar tilfinningar geta verið hljóðlátar eða háværar.

Categories
Uncategorized

Lífsreglurnar, Guðfinna Þorsteinsdóttir

sumar222

Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Grafðu jafnan sárar sorgir…
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta vonin,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni’ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: “Vonlaus vinna!”
Von um sigur ljær þér mátt.
Dæmdu vægt, þótt vegfarandi
villtur hlaupi gönuskeið.
Réttu hönd sem hollur vinur,
honum beindu’ á rétta leið.
Seinna, þegar þér við fætur
þéttast mótgangs-élið fer,
mænir þú til leiðarljóssins,
ljóss, sem einhver réttir þér.
Dæmdu vægt um veikan bróður
veraldar í ölduglaum’,
þótt hans viljaþrek sé lamað,
þótt hann hrekist fyrir straum’.
Sálarstríð hans þú ei þekkir,
þér ei veist hvað mæta kann,
þótt þú fastar þykist standa;
þú ert veikur eins og hann.
Fyrr en harða fellir dóma,
fara skaltu’ í sjálfs þín barm.
Margur dregst með djúpar undir;
dylur margur sáran harm.
Dæmdu vægt þíns bróður bresti;
breyskum verður sitthvað á.
Mannúðlega’ og milda dóma
muntu sjálfur kjósa’ að fá.
Þerrðu kinnar þess, er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn. Vertu mildur.
Vægðu þeim, er mót þér braut.
Biddu guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda’ og þraut.
Categories
Uncategorized

Hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir?

1381538_10202249834788975_1405397012_n

Einn af frumkvöðum í hamingjurannsóknum er Dr. Ruut Veenhoven frá Hollandi og hann er á leiðinni til Íslands. Hann ætlar að segja okkur hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir og hvernig hann mælir það. Hann er sá sem fyrstur birti þá niðurstöðu að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi fyrir aldamótin. Hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hina ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann ,,The World database of happiness” auk þess að hafa stofnað og ritstýrt tímaritinu The Journal of Happiness Studies” sem er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands.  Í dag er heil rannsóknardeild í háskóla hans að rannsaka hamingjuna, Erasmus happiness Economics Research Orgainzation, Erasmus University Rotterdam.

Veenhoven er félagsfræðingur og félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skiptir meira  máli en við höldum um það hvort við höfum tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir félagsgerðinni í því samfélagi sem við tilheyrum. Hann hefur m.a. skoðað hvernig munur kemur fram á tjáðri hamingju annars vegar  á samfélagsgerð sem einkennist af einstaklingshyggju eða hins vegar af heildarhyggju. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum, eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir og notið sín. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að vera sem hamingjusömust.  Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga að styðjast ekki eingöngu við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Það er forvitnilegt að skoða hvað annað en umhverfið hefur mikil áhrif á það að telja sig upplifa hamingjuna, en skv. Veenhoven eru það áhrif erfða, lærð hegðun okkar, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu en við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera lítið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og lifa heilbrigðu lífi.

Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20 mars en þá verður málþing haldið til heiðurs Dr. Ruut Veenhoven í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og mun aðgangur verður ókeypis.

Categories
Uncategorized

Við áramót

blóm

Við áramót:

Þinn persónulegi vöxtur:

a) Hverju hefur þú afrekað á s.l. 12 árum? Hvernig hafa þessi afrek stuðlað að persónulegum vexti þínum og aukið ánægju þína?

b) Er eitthvað undirliggjandi þema?

b) Gerðu lista yfir hið gagnstæða, þ.e. þau afrek sem hafa verið erfið og ekki gefið þér neina ánægju

Gleðilegt nýtt ár!

Categories
Uncategorized

Raunveruleikur

Your plan and the world