Categories
Uncategorized

Dauðasyndirnar sjö skv. Ghandi

Auður án vinnu,

vinna án fórnar,

þekking án visku,

vísindi án mannúðar,

stjórnmál án hugmyndafræði,

Viðskipti án siðferðis og

ánægja án meðvitundar

– hinar sjö syndir Ghandi´s, hættulegastastar mannkyninu og einstaklingum (seven social synds)ghandi

Ghandi

Categories
Uncategorized

Góðar venjur:

1) Vertu eitthvað utandyra á hverjum degi.

2) Hreyfðu þig daglega. Maaaarrrrrgggggg sannað!

3) Vertu lítið einn, samskipti við ástvini skila sér í bættri heilsu og aukinni hamingju. Ef þér líður illa er besta ráðið að hjálpa einhverjum eða vera góður við einhvern.  Deildu með öðrum góðum fréttum og sýndu lífi annarra áhuga.

4) Sýndu þakklætið þitt

5) Hugleiddu

6) Sofðu nóg

7) Lærðu nýja hluti – verður að ögra þér reglulega

8) Hlátur eykur lífsgæði

9) Snerting og faðmlög skipta máli

10) Vertu bjartsýn(n)! það léttir lífið – betra en að vera svartsýnn!

Góð vísa er aldrei of oft kveðin 🙂

Samantekt frá Times: http://time.com/14047/what-10-things-should-you-do-every-day-to-improve-your-life/

friendship

Categories
Uncategorized

2ja mínútna kyrrðarstund í skólastari

Allir skóla ættu að hafa kyrrðarstund, helst á hverjum degi er haft eftir virtum skólastjóra og brautryðjanda í að innleiða hamingjuaukandi æfingar í skólastarf, Anthony Seldon the master of Wellington College.fallegt fyrir börn

Jafnvel tvær mínútur í kyrrð er nóg.

Það sem þessar nokkrar mínútur gefa börnunum er bætt andlega heilsa, aukin hamingja og vellíðan og aukin einbeiting fyrir námi segir leiðandi skólastjóri í Bretlandi sem er brautryðjandi í hamingjuverkefnum í skólastarfi.

Þessi einfalda æfing sem getur verið t.d. í formi núvitundaræfinga og slökunar.  Þetta er nauðsynleg hvíld í nútímalífi barnanna, þar sem mörg áreiti eru að kalla á þau.  Þetta hvílir börnin frá félagslegum samskiptum, frá öllum tækjum og hávaða. Það sem þau uppskera er öflugt verkfærið sem virkar vel gegn streitu og eykur seiglu.  Hér áður fyrr voru það kannski trúarathafnir sem voru hvíld frá hversdeginum.

Athyglisvert viðtal hér:

Sjá: http://www.telegraph.co.uk/education/educationnews/10676306/Seldon-put-stillness-sessions-on-the-school-timetable.html

Categories
Uncategorized

Orka eða streita?

Working hard Að streða og streða við eitthvað sem skiptir okkur ekki öllu máli, er ekki þess virði og er streituvaldandi.

Að finnast gaman, að vinna við það sem við elskum að gera fyllir okkur krafti.