Categories
Uncategorized

Fullt að gerast í jákvæðri sálfræði og skólastarfi

Fréttir frá Ástralíu: http://www.psychology.org.au/publications/inpsych/2011/april/green

Bretland – Verkefni um seiglu: http://blogs.plos.org/mindthebrain/2013/11/25/positive-psychology-in-the-schools-the-uk-resilience-project/

Jákvæð sálfræði í skólastarfi í UK: http://www.youngminds.org.uk/news/blog/1485_positive_psychology_in_schools

Categories
Uncategorized

Ruut Veenhoven – á TedX

Categories
Uncategorized

Félag fagfólks í frístundastarfi

Fyrsti hádegisverðarfundur FFF fór fram á Sólon þriðjudaginn 9. september sl. og var fundurinn sá fjölmennasti í langan tíma en yfir 50 manns sátu fundinn að þessu sinni. Gestur fundarins var Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði, og fjallaði hún um jákvæða sálfræði í frístundastarfi.

Í máli sínu fór Hrefna yfir helstu þætti sem jákvæð sálfræði beinir sjónum að sem og rannsóknum á hamingjunni. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir um fylgni ýmissa þátta við hamingju en það hefur m.a. komið í ljós að engin fylgni er milli hamingju og aldurs, kyns, menntunar eða gáfnafars en nokkur fylgni er milli hamingju og félagslífs og líkamlegrar heilsu og mikil fylgni við jákvæðni, þakklæti og að vera oft hrósað. Það kom einnig fram í máli Hrefnu að í Evrópu eru norðlægar þjóðir yfirleitt hamingjusamari en suðlægar þjóðir. Hrefna sagði einnig frá þeim verkefnum sem hún hefur unnið að í frístundastarfi þar sem nálgun jákvæðrar sálfræði var meginútgangspunktur. Hrefna veitti góðfúslega leyfi fyrir því að glærur hennar færu á vef félagsins og þær má nálgast hér.

fff_hrefna_090914

Fundargestir tóku þátt í fjölbreyttum æfingum og umræður í kjölfarið voru góðar. Í lok fundar spjölluðu fundargestir um erindið og annað þarft yfir súpuskál. Það er ljóst að félagsfólk og aðrir gestir fundarins fara inn í komandi vetur með gott fóður til að þróa og nýta með fólki á öllum aldri í frístundastarfi sem og fyrir eigin þroska í starfi.

http://www.fagfelag.is/fjolmenni-a-fyrsta-hadegisverdarfundi-vetrarins/

Categories
Uncategorized

Forsendur hamingjunnar – birtist í fréttablaðinu 4. september 2014

Í vor heimsótti okkur guðfaðir hamingjumælinga, prófessorinn Dr. Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla Íslands. Hans skilaboð eru að hamingjuna sé hægt að mæla og hægt sé að auka hamingju. Það sem hans rannsóknir sýna er að það er þrennt sem einkennir samfélög þar sem hamingja mælist há.

Í fyrsta lagi er það ákveðin hagsæld sem einkennir þau samfélög, fólk verður jú að hafa í sig og á. Í öðru lagi er aukin hamingja eftir því sem traust er meira í samfélaginu. Traust milli manna, í samskiptum, traust á stofnunum samfélagsins og nágrönnum og að hægt sé að ganga um götur án þess að hafa áhyggjur af lífi sínu og limum. Í þriðja lagi eru það stjórnhættir. Góðir stjórnhættir er m.a. skýr upplýsingagjöf, jafnrétti, réttarríki, lýðræði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Veenhoven lagði sérstaka áherslu á í erindi sínu aðgengi að forvörnum á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Hann hvetur til þess að í boði sé ráðgjöf við ákvörðunartöku t.d. á tímamótum. Einnig hvatti hann skóla og meðferðarstofnanir, vinnustaði og sjúkraheimili að hafa hamingjumælingar til að vita raunverulega um líðan og árangur af inngripi.

Flest allir skilja spurninguna „hvað finnst þér þú hamingjusamur með líf þitt á heildina litið á bilinu 1–10?“ og „hvað finnst þér þú hamingjusamur núna á bilinu 1–10?“. Veenhoven hélt því fram að það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm hafi lélegt forspárgildi. Ein leið til þess að þekkja betur eigin hamingjuvaka er að halda dagbók þar sem þú skráir hvað þú gerir klukkutíma fyrir klukkutíma frá því þú vaknar og þar til þú ferð að sofa og skráir svo í lok dagsins hvað hver klukkutími gaf þér í hamingju (t.d. á bilinu 1–10). Þá færðu góða vísbendingu um þína eigin hamingjuvaka.

Veenhoven heldur því fram að erfðir skýri um 30% af okkar hamingju (t.d. geðslag), uppeldi skýri 15%, 15% sé vegna ákvarðana sem við tökum, 10% af félagslegu neti og tengslum, 5% af félagslegri og efnahagslegri stöðu og 10% skýrist hreinlega af heppni eða óheppni.

Sjá: http://www.visir.is/forsendur-hamingjunnar/article/2014709049995