Categories
Uncategorized

Dæmi um inngrip í líf fólks, með jákvæðri sálfræði

Nú eru margar rannsóknir að skila sér inn, sem sýna að inngrip inn í líf fólks úr jákvæðari sálfræði, til að auka hamingju og vellíðan skilar árangri.

Æfingar eins og ,,að loka augunum og ímynda sér bestu útgáfuna af sjálfum sér” daglega í nokkra daga, að gera öðrum gott markvisst, að styrkja tengslin við sína nánustu sem þú átt uppbyggileg samskipti við, að skrifa þakklætisbréf, temja sér þakklæti með því að skrifa niður þrennt í lok hvers dags í alla vega 7 daga, skilar árangri. Að temja sér jákvæðni og bjartsýni – eru æfingar sem virka. Empirískar niðurstöður.

Jebb. Þetta eru rannsóknir þar sem bæði er inngrip inn í líf þunglyndissjúklinga og hjá heilbrigðu fólki, og það var marktækur munur hjá báðum hópum. Gerðu nú endilega eina af þessum æfingum og fylgstu með hvort þér finnist það hafa áhrif á þig 🙂

Það er hægt að takast á við þunglyndi og depurð með því að draga úr einkennum. Það hjálpar að vinna í því að auka hamingju og þá eykst vellíðan. Það er ekki nóg að taka þunglyndislyf og halda að svo verði maður hamingjusamur. Vissulega hjálpa lyfin oft og gera lífið bærilegra en hamingjan er bara eitthvað annað en þunglyndi eða ekki þunglyndi. Þetta eru ekki ,,andstæðir pólar” heldur ólíkir þættir.  Spurningin er líka hvað ertu að fást við dags dagslega. Ertu að fást við það sem skiptir þig máli? Ertu að nota styrkleika þína? ertu að gefa af þér?

  • að ganga er besta lyfið
  • það er ekki til það sem ekki rætist úr
  • ef þér líður illa, vertu þá góður við einhvern

Hvernig get ég aukið jákæðni og bjartsýni? t.d. skrifaður niður jákvæðar staðhæfingar um sjálfa þig og hvað þig langar að gera. Lestu þetta svo reglulega. Ryfjaðu upp síðustu sigra. Ryfjaðu líka upp að þú hefur áður staðið fyrir framan vegg, hvað virkaði þá?

Hjón

Categories
Uncategorized

Heilindarspegill – æfing:

Gerðu lista fyrir það sem hefur mesta merkingu fyrir þig og veitir þér mesta ánægju, það sem færir þér mesta hamingju. Á listanum gæti til dæmis staðið fjölskyldan, líkamsræktin, baráttan fyrir mannréttindum um allan heim, að hlusta á tónlist og svo framvegis.
Við hlið hvers atriðis skaltu skrá hve miklum tíma á viku eða í mánuði þú helgar því. Spurðu þig nú hvort þú lifir samkvæmt gildismati þínu. Eyðir þú gæðatíma með maka þínum og börnum? Stundarðu líkamsrækt þrisvar í viku? Ertu virk(ur) í félagsskap sem berst fyrir auknu frelsi? Tekurðu frá tíma til að hlusta á tónlist heima hjá þér og til að sækja tónleika? Eða kveikir þetta í þér að gera eitthvað t.d. um helgina?
Fengið úr Enn meiri hamingja, Vinnubók. Dr. Tal Ben Shahar/Þýðing Karl Ágúst Úlfsson
Haust Laugardalurinn
Categories
Uncategorized

Hamingjusömustu löndin 2014

http://www.telegraph.co.uk/travel/picturegalleries/10302485/The-worlds-happiest-countries.html?frame=2667866

Categories
Uncategorized

Jákvæð sálfræði og frístundastarf

Ég átti einu sinni spjall við kennara á grunnskólastigi. Hann barmaði sér yfir því að fyrsta spurning foreldra í foreldraviðtölum væri hvort barn þess ætti vin í bekknum eða ekki. Kennarinn hafði væntingar um að foreldrar hefðu frekar áhuga á hvernig gengi hjá barninu að læra að lesa. Við sem þekkjum frístundastarf skiljum að það eru samskipti sem skipta mestu máli. Að fá að njóta sín, kynnast jafnöldrum, eignast vini og kunningja, að fá að reyna á hæfileika sína og hafa gaman.