Categories
Uncategorized

Þungarokk og hamingja

Skemmtileg frétt!

Það er alltaf gaman að fylgnirannsóknum þótt enginn viti hvort nokkur orsakatengsl séu til staðar og hægt greinilega að leika sér með tölfræði.

En því er hér haldið fram að í þróuðustu löndum heims, þ.e.a.s. þar sem hlutfall fólks með háskólagráður er hátt, frumkvöðlastarfsemi er mikil og velferð og almenn lífshamingja er meiri en gengur og gerist, eru einmitt flestar þungarokkshljómsveitir

Sjá af RUV vefnum:  http://www.ruv.is/frett/meira-thungarokk-meiri-hamingja

þungarokk

Categories
Uncategorized

Rannsókn sem stóð yfir í 75 ár

Þetta er mjög athyglisverð rannsókn sem var gerð í Harvard Háskóla, þar sem var fylgst með karlmönnum yfir 75 ára tímabil, örlög og ákvarðanir, lífsstíl og hamingja. Niðurstaðan er sú að það eru félagsleg tengsl sem skapa heilsu, hamingju og langlífi. Það er ekki auðurinn né frægin sem skóp hamingjuna. Það er dálítið síðan að niðurstöðurnar voru birtar en ágætt að setja þetta inn núna.

Categories
Uncategorized

Að eldast:

Jú, þú finnur stundum meira til, þú ert stundum gleymin, en þú hefur unnið fyrir því að ganga í burtu, að sleppa samskiptum sem draga þig niður, bara af því þú ,,ert of gömul fyrir svona vitleysu”🙂

Lykillinn að lífinu, er þrautseigja. Seiglan sjálf holdi klædd. Þegar þú ert orðin miðaldra hefur þú lært að þetta er lykilinn. Við erum oft slegin út af laginu. Það sem skiptir máli er að standa upp aftur og halda áfram. Og þetta hefur þú lært á eigin skinni þegar þú ert búin að vera hér soldið lengi.

Og .. þú ert fallegri en þú heldur, einmitt akkurat núna 🙂 hressandi grein um að eldast:

að eldast

Skemmtileg hún Ellen- hér talar hún um það að eldast:

Categories
Uncategorized

Von

Alla daga... munum deyjaFallegt er orðið Von.

Í dag er dagurinn að byrja að lengjast, eins og sagt er fer nú birtan að sigra myrkrið. Þessi tímamót minna okkur á að þótt allt virðist svart á köflum, er gjarnan ljós við endann á göngunum.

Gjarnan er það besta, ekki eins og gott og við höldum og það versta ekki eins vont og við töldum.

Ef við finnum að við erum að missa vonina, erum vonlaus, í hvaða aðstæðum sem er, getur verið ágætt að ryfja upp nokkur heilræði:

* Settu þér markmið fyrir næstu viku, næsta mánuð og gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að ná þessum markmiðum

*Skrifaðu niður allar neikvæðu hugmyndirnar sem fara nú í gegnum hugann þinn. Síðan skaltu rökræddu hverja þeirra og eina og skoða hvort þetta sé eins svart og við töldum.  Ertu svona gagnrýninn á besta vin þinn?

* Þín síðustu vonbrigði, hver voru þau?  Skoðum þau aðeins betur, er ekki eitthvað sem vonbrigðin skópu sem hefði annars ekki gerst og er í sjálfum sér jákvætt?  kynntist þú nýju fólki? Kom eitthvað jákvætt í kjölfarið? Hlotnuðumst ný tækifæri? hvaða nýju aðstæður sköpuðust?

*Getur þú hitt aðra sem eru í svipuðum sporum?

Bestu. Hrefna