Categories
Uncategorized

Makaleit – Getur maður orðið ástfangin af hverjum sem er?

modern love

Rannsókn sem varð gerð fyrir 20 árum varpaði aðeins ljósi á því hvernig ,,ást” verður til. Leyndarmálið virðist vera frekar aðstæður en að ,,rétta manneskjan” gangi í netið. Það þarf aðstæður þar sem er tækifæri á nánd,  einhver opnun, einhverskonar afhjúpun þar sem þú treystir nýrri manneskju fyrir hugsunum þínum sem síðan þróast í að deila draumum og fólk fer að gefa af þér meira. Já og einn mikilvægur lykill, er að horfast helst í augu í 4 mínútur :-).  Þá skapast nánd, traust og opnun!

Það þarf sem sagt ákveðnar aðstæður sem geta gert það að verkum að ást gagnvart annarri manneskju kviknar og þá er það jafnvel hreinilega aðstæðurnar sem skapa það ekkert síður en ,,rétta manneskjan”.

Þessar aðstæður skapast oft í skólum eða í námi, kannski á vinnustöðum og í gegnum áhugamál, en við höfum kannski ekki þróað með okkur hér á landi almennilega stefnumótahefð þar sem svona kjöraðstæður bjóðast, en þó eru kannski mikið betri aðstæður nú en nokkru sinni með nútímtækni, einfaldlega vegna þess að þá er fólk að hittast sem er í svipuðum hugleiðingum.

Hér er skemmtileg grein um ástina í nútímasamfélagi þar sem blaðamaður gerði tilraun með að skapa svona aðstæður og notaði aðferð sem var notuð í rannsókn um ástina og við það bara eitt að horfast í augu í 4 mínútur! Þessar fjórar mínútur leiddu svo til ástarsambands milli blaðamannsins og tilraunadýrsins 🙂

Skemmtileg grein úr New York Times frá 2015.

Hér er að finna sjálfa rannsóknina, sem var framkvæmd fyrir 20 árum: http://psp.sagepub.com/content/23/4/363.full.pdf+html

Að síðustu er hér að finna spurningarnar sem voru notaðar í tilrauninni, gefðu þér nú stund fyrir næsta ,,date” og farðu í gegnum valdar spurningar og horfist endilega í augu, alla vega í nokkrar mínútur:

http://www.nytimes.com/interactive/projects/modern-love/36-questions/?ref=redirector

Góðar stundir, ástarstundir!

 

Categories
Uncategorized

Þakklæti

Það er gott að á meðan maður er upptekin við hvað manni langar, að gleyma því ekki hvað maður hefur.

Þakklátt hugarfar er göfugt, að þakka fyrir það sem við höfum, að sjá að það er ekki allt sjálfsagt í þessu lífi ef nokkuð. Við erum háð hvert öðru og það bera að þakka það þegar einhver greiðir götu okkar, leggur okkur lið og leggur gott eitt til.

Guðfræðingur Johannes Gaertner skrifaði um þakklæti eitthvað á þessa leið: þegar þú þakkar öðrum, ertu kurteis og notarlegur. Ef þú sýnir þakklæti (gerir eitthvað, gefur gjöf, færir fórnir) sýnir þú af þér göfuglyndi og örlæti. Ef þú temur þér þakklát hugarfar, ertu nær paradís, þá hefur hugarfar þitt þig upp til skýjanna.

2014-11-26-gratitude2

BARBARA EHRENREICH skrifaði grein í New york Times þar sem hún gagnrýnir ,,þakklætisgeirann” fyrir að vera orðinn of sjálfselskur. Hér er greinin:

Mér finnst alltaf soldið gaman að lesa greinar eftir Barböru og hún fær mig til að hugsa.  Það er sjálfsagt að benda á að þakklæti er ekki hugsað sem verknaður til þess að láta ,,þér sjálfum” líða vel.  Mikilvægur punktur hjá henni.  En að þakka öðrum eða að þakka fyrir eitthvað í þínu lífi (t.d. í bæn) getur reyndar haft líka ágæt áhrif á þig sjálfa/sjálfan og það er góð aukaafurð.

Að vera reiður eða ósáttur við óréttlæti eru líka mikilvægar tilfinningar og því þarf þakklæti ekki að drag úr réttlætistilfinningu og baráttuhug. Við verðum að berjast fyrir betri heimi, áfram sem endranær og þakka fyrir þegar vel gengur.