Categories
Uncategorized

Hvað ætlar þú að gera þegar þú hættir að vinna?

Kannski verður þú lánsöm/lansamur og færð að lifa góðu lífi tvo áratugi eftir að þú hættir að vinna eða lengur.

Er ekki ágætt að aðeins stalda við áður en þessi tímamót eru að fara að renna upp. Hvernig ætli sé þá að huga að þessum árum?

Þeir sem hafa verið vinnusamir hafa ekki áhuga á því að hætta allt í einu alfarið að hafa verkefni á höndum. Áfram hefur fólk drauma, vonir, markmið og jafnvel metnað. Margir vilja líka reyna að skilja við heiminn aðeins betri, hafa áhrif til góðra verka. Fyrir fólkið í kringum sig, ættingja, vini, samfélag sitt og heiminn.

Þótt það hljómi dásamlega að geta sofið út og vaka fram á morgun, þá er það ekki mjög gefandi til lengdar, ef þú veist að ekkert er að fara að taka við. Við vitum að manni líður betur að vera eitthvað að sýsla, hafa ástæðu til að fara fram úr og verkefni að kljást við, nýta styrkleika sína, hæfni og hæfileika.

Skoðum nokkra mikilvæga þætti:

i) Ríkidæmi: sumir hafa meira og aðrir minna, flestir eru þó sammála um að þótt gott sé að geta átt fallegt heimili, hraðskreiðan bíl og geta farið út að borða, þá gefur þetta eitt og sér aldrei lífinu sérstaka merkingu.

ii) Heilsa: Heilsan skiptir mjög miklu máli því við viljum jú njóta lífsins. Góð heilsa samanstendur af heppni, heilbrigðum lífsstíl og aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu.

iii) Sambönd: Þarna er lykilinn að tilfinningalegri vellíðan! að vera í góðum uppbyggilegum samskiptum.

iv) Áhrif: Flestir vilja ,,gefa til baka”, jafnvel skilja eftir sig arfleifð. Það að geta t.d. verið öðrum til aðstoðar og hvatningar getur skipt sköpum. Sumir líta á það þannig að þeir vilja þakka fyrir það sem þau hafa sjálf fengið í gegnum lífið.

v) Merking: Starfið okkur hefur e.t.v. gefið merkingu og tilgang. Það er gott að hafa skipt máli.  Er kannski eftirsóknarvert og tækifæri til að halda áfram í einhverri mynd í smærri verkum?

vi) Hamingja: Við viljum öll hamingju og vellíðan en sanna hamingju er ekki hægt að versla. Þú þarft að lifa hana, hamingjuna.

Margir velja að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, vinna að einhverju áhugaverðu verkefni sem gerir heiminn betri eða þar sem þú getur sannanlega gefið af þér og verið öðrum til hvatningar og gleði. Þetta er ekki tíminn þar sem þú vilt vinna hörðum höndum og safna meiri pening – nú er markmiðið annað. Hafa gott líf og vera öðrum til góðs. Spurðu þig þessara spurningar:

Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélag mitt? fjölskyldu mína? fólk sem skiptir mig máli? Hvað gefur mér merkingu og tilgang? Hvað mun gera mig hamingjusama/saman? Hvernig getur þetta tímabil í mínu lífi verið mér og öðrum að gagni? Svörin við þessum spurningum munu hjálpa þér að eiga dásamleg eftirlaunaár 🙂

Enginn virðist lengur skilja hvað það þýðir að ,,setjast í helgan stein” 🙂ImageHandler

 

Categories
Uncategorized

Bók…..in…. / The book:

Hér er bókin:

Snapchat-919533147_resized_1

Hér erum við/The Writers:

b670c93041e315ebc7f2a890ad693d50

You can order the book here/ Hægt að kaupa hana t.d. hér:

https://www.penninn.is/is/book/why-are-icelanders-so-happy

https://www.islandica.com/search?type=product&q=Why+are+icelanders+so+happy

  • og auðvitað ódýrar hjá höfundum beint 🙂

Facebook síða bókarinnar:

https://www.facebook.com/whyareIcelanderssohappy/?ref=ts&fref=ts

Media Coverage: Hér er nýleg fjölmiðlaumfjöllun:

Newspaper: http://www.dv.is/folk/2017/6/24/hamingjuvisir-heidrunar-og-hrefnu/

National radio: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/laugardagsmorgnar/20170624

viðtal á mínútu:  1 klukkutími og ca 28 mín

Radio: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/sumarmal-seinni-hluti/20170703

viðtal á mínútur: 14:56

Categories
Uncategorized

bara svona…

Vestfirðingar hamingjusamastir – http://www.ruv.is/frett/vestfirdingar-hamingjusamastir

Árelía Eydís talar um konur, hamingjuna og atvinnulífið  frábærir molar:

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20170614

sköpunargáfan

Categories
Uncategorized

Að ganga er besta lyfið

Ganga eykur vellíðan og hér að neðan er grein um hvað gangan gerir fyrir hugann. Hjálpar huganum að verða víðsýnni og leysa þrautir.

Við það má bæta, að erfitt er að ganga lengi í þungum þönkum. Eins er það með sönginn, erfitt að syngja lengi dapur 🙂

Góð grein um göngur:

Göngur örva heilann

http://www.newyorker.com/tech/elements/walking-helps-us-think

540732_371920216246398_1482450205_n

Categories
Uncategorized

Hvernig lærum við best?

Við lærum á marga vegu. Minnið hefur líka áhrif, líðan þegar við lærum hefur áhrif. Samkvæmt samantekt á fjölda rannsókna, sýna niðurstöður að við munum mjög vel eftir því sem við sjáum þ.e. sjónminnið er best. Flestir læra meira af því að sjá hlutina, betur heldur en að heyra af þeim,  hlusta eða lesa um þá.  -)

Fyrir okkur kennara er því málið að setja hlutina upp eins sjónrænt og hægt er, fyrir flesta.

Síðan festist ný þekking best með því að við  þurfum að ræða það sem við höfum lært, helst kenna öðrum og að síðustu, auðvitað – þá lærum við mest með því að gera hlutina, lenda í veseni og læra af þeim .

 

Þetta höfum við vitað lengi. En höldum okkur alltaf þó mest við að vera með texta, en jú stundum á glærum 🙂

2437252_orig (1).png

Categories
Uncategorized

Framtíðarfræði

Að hugsa sér, að eftir einhver ár, verða til sjálfkeyrandi bílar.

Nýji bílinn verður kannski líka nýjasti Iphone-inn, sem mælir í leiðinni hjartslátt þinn, blóðþrýsting og hitastig og lætur þig vita að þú þurfir að leggjast og hvíla þig áður en þú áttar þig á því sjálfur.

Áður en þú veist af því, mun kannski græjan sem þú verður með á úlliðnum búin að láta Landsspítalann vita að þú sért á leiðinni þar sem nýrun eru að fara að hætta að starfa. Og þú í miðju uppvaski! Já og sjálfkeyrandi sjúkrabílinn á leiðinni að sækja þig!

En hvað hefur manneskjan umfram fínu græjurnar sem hún virðist kunna að búa til?

  1. Samskipti. Við erum hæfari, sveigjanlegri og gæfulegri í samskiptum en græjur, þegar best gengur
  2. Hugmyndir – Okkur dettur allur fjandinn í hug, ekki græjum. Skapandi hugsun er enn mannsins
  3. Frumkvæði og ímyndunarafl. Við ráðum við að hugsa eitthvað nýtt, sem engum hefur áður dottið í hug.

ráðstefna22

Ráðstefna – Grand Hotel 8 og 9 júní 2017 http://www.oebmidsummit.com/

li

Við höfum um 800 milljarða tauga í líkamanum og um 10 þúsund taugatengingar. Tengingarnar eru að skapast alltaf, mest auðvitað fyrstu ár okkar þó. Heilinn minn er einstakur, öðruvísi en þinn og allra annarra. Við ,,prógrömmum” okkar eigin heila eftir því hvað við upplifum og hvað við endurtökum oft og hvað við gerum og hugsum, hverja við hittum og hvernig við eyðum dögunum. Heilinn notar svo sinn útreikning og fer að álykta og gefa sér fyrirfram gefna hluti t.d. þar með vitum við þegar við sjáum appelssínu hvernig hún svona cirka verður á bragðið. Þessi dásamlegi eiginleiki, skapar reyndar líka fordóma, þ.e. við gefum okkur að appelsínan verði eins og appelsína á bragðið og greinum því ekki mismunin á milli þeirra.  Við þurfum aðð lenda á óvenju vondri eða ógleymanlega góðri appelsínu til að greina almennilega á milli mismunandi tegunda á appelsínum.

Vá 2

Gerð var rannsókn á Leigubílstjórum í London um tíma og í ljós kom að svæði þeirra í heilanum sem hefur með rýmisgreind að gera, var stærri en gengur og gerist og stækkaði. Þannig breytist heilinn okkar eftir því hvað við þjálfum okkur til.

Við lærum mest af því að sjá hluti, sjónrænt. Við munum best ef við þurfum að gera hlutina (learning by doing) og ef við þurfum að tala um það sem við lærðum, segja öðrum frá eða kenna öðrum. Sjá:2437252_orig (1)

Oxford University heldur því fram að eftir 20 ár, verða 47% allra starfa sem við þekkjum í dag horfin og gervigreind hafi leyst mörg starfanna að hólmi. (Heimild: http://bigthink.com/philip-perry/47-of-jobs-in-the-next-25-years-will-disappear-according-to-oxford-university).

Reyndar er þetta kannski ekki svo nýtt, þar sem þegar við vorum börn hafa nú þegar horfið störf og ný komið í staðinn. Í dag er robot sem stýrir umferð á gatnamótum í Afríku, sjálfkeyrandi lestar eru notaðar í ,,underground” London, nú þegar eru sjálfkeyrandi bílar í notkun í Furstaríkjum og nú er hægt að fá afgreiðslu í McDonalds gegnum robot. Stórverslanir leyfa okkur að afgreiða okkur sjálf, með græjum. Þannig læðist gervi greindin að okkur hér og þar og stelur hægt og rólega af okkur störfum og við gjarnan alsæl með þá þróun.

Það er víst til einhver síða, þar sem þú getur séð hvort þitt starf sé talið halda velli eftir 20 ár. Ég fann hana ekki sjálf í fljótu bragði en sé að hún var til.

Alla vega, vélar gera sjaldnar villur en mannfólk, en hver matar tölvurnar og róbóta? það er við mannfólkið, svo við erum fyrirmyndin.

Kennarastarfið er dæmi um starf sem er alltaf að breytast og framþróun í þeirri stétt er að kennarar verða meira og meira markþjálfar og hjálpa nemendanum að vita hvað hann vill læra sjálfur og hvernig og kennarinn er kannski hættur að þykjast vera vitrari eða klárari en nemendur, eru kannski aðeins upplýstari stundum. En hans starf er að halda utan um í dag að nemendur séu að auka færni sína og þekkingu.

ráðstefna þessi2