Categories
Uncategorized

Máttu ekki finna fyrir slæmum tilfinningum? ertu að skamma þig fyrir það? Hversu mikið lætur þú það stoppa þig?

Ertu nokkuð með markmið sem eru eins og markmið dauðra? að verða aldrei fyrir sorg, höfnun, mistökum, reiði, afbrýðisemi og ójafnvægi? Til þess að geta lifað þessu lífi, efla seiglu og þroska þá verðum við að þekkja tilfinningar okkar, bera kennsl á þær, leyfa þeim að koma og horfast í augu við þær.

Neikvæðar tilfinningar t.d. reiði geta gefið okkur kraft að standa gegn óréttlæti. Streita getur hjálpað okkur að forgangsraða, hvað skiptir okkur mestu. Jákvæðar tilfinningar gefa okkur trú og von og kraft.

Frá Ted.com

Psychologist Susan David shares how the way we deal with our emotions shapes everything that matters: our actions, careers, relationships, health and happiness. In this deeply moving, humorous and potentially life-changing talk, she challenges a culture that prizes positivity over emotional truth and discusses the powerful strategies of emotional agility. A talk to share.

Categories
Uncategorized

Skrifa sig frá erfiðum tilfinningum

Það er mjög heilandi að skrifa sig frá erfiðri reynslu, erfiðum einstaklingum, til að hjálpa sjálfum sér andlega, skrifa niður hvað maður er að upplifa, vera mjög nákvæmur og jafnvel endurskrifa síðan tvisvar, þrisvar. Geyma, opna daginn eftir, skoða, hugsa, og skrifa aftur.

Æfing nr. 1:

Hugsaðu til baka, um erfiða reynslu. Sem tengist viðburði eða einstaklingi. Hugsaðu nú um atburðinn, eins og þú sért að horfa á sjónvarp. Sjáðu söguna út frá sjónarhorni þínu, úr fjarlægð. Sjáðu nú söguna líka út frá öðrum. Skrifaðu nú nýja útgáfu. Sami viðburður, eða samskipti, eða sami einstaklingur/sömu einstaklingar.

hér er boðið upp á verkefni í 8 vikur!

http://www.dailyom.com/cgi-bin/courses/courseoverview.cgi?cid=83&aff=92&cur=eur&ad=2018012302&img=66

 

 

Categories
Uncategorized

Fjórða iðnbyltingin:

ND20tRd0oG-I74F4ES_ZmYf_mhQxbBrfvAnzEj7VbMg

 • nú er að bretta upp ermar og hafa sín áhrif á fjórðu iðnbyltinguna!
 • þetta er ekki hár rétti tíminn að dvelja við ,,þá gömlu góðu daga”
 • hlökkum bara til en leggjum okkar lóð á vogaskálarnar, höfum áhrif
 • reynum að láta þessa byltingu ná til eins margra og við getum

https://www.weforum.org/agenda/2018/01/the-world-is-changing-here-s-how-companies-must-adapt/ utm_content=buffer5908e&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer

Categories
Uncategorized

Að finna draumaprinsinn;

Ef hann hefur þessa 9 eiginleika, þá gæti hann verið sá sem þú átt að gera að þínum, halda í hann:

 1. er vel greindur
 2. hann fær þig til að hlæja
 3. hann styður þig í að ná árangri í starfi
 4. hann vill kynnast vinum þínum og ættingjum eins og þú vilt kynnast hans fólki
 5. hefur góða tilfinningagreind
 6. hann virðist skoðanir þínar og hlustar á þig
 7. hann er tilbúin að leggja á sig til að sambandið gangi
 8. hann gleðst yfir því þegar þú nærð þínum markmiðum
 9. þið hafið svipaða sýn á lífið

http://www.independent.co.uk/life-style/love-sex/male-personality-traits-qualities-men-smart-supportive-emotionally-intelligent-a8179211.html

15940436_1276998689005255_8212379726457428495_n

Categories
Uncategorized

In my Chronic Illness, I found a Deeper Meaning:

This too shall pass.............................

This

In my Chronic Illness, I found a Deeper Meaning:

,,I will depend more and more on other people. I will not be able to control my bowels or my surroundings as tightly. I will lose teeth, hair and precious memories. This is not a tragedy. This is what it means to be human””

Categories
Uncategorized

Umboðsmaður einmannaleikans í Bretlandi:

Nú er búið að stofan umboðsmann eða ráðherra einmannaleikans í Bretlandi.

Talað er um að einmannaleiki sé vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi, m.a. vegna; fjölda skilnaða, margir búa einir, við eigum færri börn, við lifum lengur, við erum i sterkari tengslum við netið og síma og tæki en fólk, talað er um að einmannaleiki styttir lífið í annan endann, þú sinnir heilsu þinni og mataræði síður. Þú ert daprari og hefur þig síður af stað (framtaksleysi).

Einmannaleiki og streita eru verstu óvinir hamingjunnar. Fólk getur líka upplifað einmannaleikann þótt sé innan um fólk og allir geta orðið einmanna. Líka frægar stjörnur, stjórnmálaleiðtogar og hver sem er.

Kannski erum við líka að verða það miklir ,,einstaklingar/einstaklingshyggjufók”, að allir verða að fá að lifa út frá eigin hugmyndum út í smáatriði – og þar með undirstrikum við það sem aðgreinir okkur frá öðrum frekar en að sjá hvað við eigum saman. Viljum vera öðruvísi. 

En gæti þetta starf ekki heitið eitthvað bjartara? Umboðsmaður félagslegra samskipta?Hamingjuráðherra? Ekki heitir Heilbrigðisráðuneytið Sjúkdómaráðuneytið?

Og hver eru fyrstu verk slíks umboðsmanns?

Væntanlega að setja af stað nefndir t.d. i) setja ,,viðmiðunarreglur” utan um tækninotkun þegar þú ert í félagslegum aðstæðum (skila síma eftir í körfu áður en ferð á fundinn, í félagsmiðstöðina, skólann, félagafundinn?) ii) auka samskipti kynslóðanna (eldri borgara séu til staðar á leikskólum, ungbarnaleikskóla, þar sem börn eru á spítala til að bara vera til staðar fyrir ofl. ofl) iii) gera allskonar bara sem eykur samskipti, hittinga um allskonar!

Umboðsmaður einmannaleikans heitir Tracey Crouch, er íþróttaþjálfari og stjórnmálakona með meiru.

Tracey Croch

Aðdragandinn að þessu nýja embætti er að stjórnmálakonan Jo Cox barðist fyrir þessu málefni og var myrt 2016 af öfga hægri manneskju. Jo Cox hafði einnig verið baráttukona um málefni Sýrlenskra flóttamanna og var fædd 1974.

Jo cox

Þess má geta að árið 2016 varð til Hamingjuráðherraembætti hjá Sameinuðu  hjá Sameinuðu Arababísku furstadæminu.

Einnig er slík ráðuneyti til, í Nígeríu og á Indlandi – en óhætt að segja að þau embætti hafi farið ansi brösulega af stað, annar tengdur morði og hinn er systir þess sem setti hana í embætti.

Heimildirt.d. hér: http://www.vb.is/frettir/stofna-embaetti-hamingjuradherra/124887/?q=r%C3%A1%C3%B0herra

einmannallll

Categories
Uncategorized

Að vinna í happdrætti

Rannsókn sýndi að ef einhver sem býr i götunni hjá þér vinnur stóra upphæð í lottó, þá fara næstu nágrannar að eyða meira og við þá meðtalin (smitáhrif).

Þetta á að skýra að hluta að við sjáum það sem við eyðum í og hvað aðrir eyða í, en við sjáum ekki hvað fólk sparar.

Því er alltaf meiri hvatning í því að eyða pening heldur en að safna, því miður fyrir hver einstakling. Svona miklar félagsverur erum við!

Skemmtilegar pælingar hjá Dan Ariely

Dan Ariely

Speaking

Categories
Uncategorized

Félagsdýr / Social Animals

Við erum meiri félagsverur en við höldum. Það er búið að sýna fram á að við hlaupum hraðar þegar við erum að hlaupa með öðrum eða ef við vitum að fylgst er með okkur.
Við erum félagsdýr (Social Animals).  Við þrífumst ekki ein með nokkru móti. Við lifum skemur ef við erum einmanna lungan af ævinni og við lifum ekki fyrstu árin nema einhver sýnir okkur ást. Við berum þess merki alla ævi ef ekki er almennilega um okkur hirt félagslega fyrstu árin s.s. okkur sýndur áhugi, upplifum öryggi og fáum stuðning.

Sorg annarra verður okkar sorg og gleði og hamingja annarra hefur líka áhrif á okkur og verður gjarnan okkar. Ef sá sem við elskum þjáist mikið þá er okkur settar sjálfkrafa miklar hömlur á að við njótum lífsins. Við erum fyrst félagsverur, svo kemur annað.

we are family

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories
Uncategorized

Uppspretta:

Fimmtíu áhrifamestu sálfræðingarnir sem núna eru á lífi! hér er hægt að lesa um þá og þeirra sérgrein, hlusta á þá á ted.com og skoða þeirra heimasíður. Mikill innblástur. Ég varð glöð að þarna eru margir félagssálfræðingar, og einstaklingar sem ég hef hlustað á, á ráðstefnum.

https://thebestschools.org/features/most-influential-psychologists-world/

sálfræðingar

 

Categories
Uncategorized

Stytting vinnuvikunnar

Blaðamaður morgunblaðsins hafði samband og vildi ræða styttingu vinnuvikunnar. Ég reyndar var kannski áhugasamari að ræða gildi vinnunnar, að finna sér starf sem gefur þér tilgang og þú ert tilbúin að skuldbinda þig við, en auðvitað hefur það mikil áhrif ef vinnuvikann yrði stytt t.d. í gegnum stéttarfélögin og ég trúi því að það mun bæta heilsu og minnka neyslu. Við hefðum þá meiri tíma til að sinna okkar nánustu, börnum og eldri ættmennum og hefðum meira svigrúm að sinna hugarefnum s.s. læra yoga, ná árangri í íþróttum, skrifa loksins bókina sem okkur langar alltaf til eða sinna góðverkastarfi sem dæmi. En greini er óaðgengileg hjá mbl.is nema fyrir áskrifendur. Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að hægt verði að lesa greinina út frá þessum myndum en það er þó tilraunarinnar virði!

Grein1

Grein2