Categories
Uncategorized

Aldamótakynslóðin 2000

Kynslóðin sem er fædd frá 1984 og fram yfir 2000, kallast aldamótakynslóðin.

Getur verið að hún sé með minna sjálfstraust en fyrri kynslóðir? þau fengu medalíu fyrir að vera síðust, þeim var sagt að þau gætu gert og fengið allt sem þau vildu af því þau væru frábær, komust jafnvel í betri skóla en þau áttu skilið því foreldrarnir komu þeim inn með öllum ráðum o.s.frv.

Þau hafa ekki fengið svigrúmið að þjást og þurfa að vera vandræðaleg og leggja harðar af sér til að uppskera.

Eftir situr minna sjálfstraust og minna úthald og minni hamingja.

Skv. samfélagsmiðlum þá eru allir æðislegir að gera æðislega hluti. Ef þú ferð á kaffihús og vinur þinn setur símann á borðið, þá veistu að þetta er ekki það mikilvæg stund fyrir hann því einhver getur hrifsað hann fljótt frá þér.

Vinátta, ást, starfaánægja, sátt og þakklæti, byggir á allskonar, hæðum og lægðum, tekur á, skapast á löngum tíma, ferli sem tekur langan tíma og þú þarft að gefa þig í.

Þetta er ekki það sem þessi kynslóð hefur þjálfað sig mest í, þau eru færari í því sem virkar strax.

Auðvitað geta þau fengið glefsu af þessu hér og þar, en bara þannig. Þetta segir Simon Sinek. Og í ofanálag, þá er þróunin út í atvinnulífinu með þeim hætti í dag, að það snýst allt um hagnað og hraða og því er fólk frekar verkefnaráðið og í skamman tíma, sem er ekki að hjálpa þessari kynslóð.

Categories
Uncategorized

Er heimurinn svona óvinveittur? Viltu auka jákvæðni og von?

Hér eru 7 tips til að auka jákvæðni og von 🙂

  • Hver sem þú umgengst talsvert, er jákvæðastur eða hvetur þig mest áfram? Getur þú tekið upp þeirra hvatningu og viðhorf og gert að þínu? á hvaða sviðum? kannski akkúrat inn í þær aðstæður sem þér þykja mest krefjandi einmitt núna?
  • Er flestir í kringum þig eru neikvæðir og draga úr þér kraft, reyndu að taka ekki upp sama stíl, varaðu þig, neikvæðni er nefnilega smitandi
  • Prófaðu að brosa til ókunnugra á göngu og sjá hvernig þeir bregðast við, ef þeir brosa til baka þá lætur það þér líða betur
  • Reyndu að hugsa frekar ,,hvernig ætli þetta fari núna” frekar en ,,Ég veit alveg hvernig þetta endar, eins og alltaf”
  • Ákveddu í að safna öllu því góða sem kemur fyrir þig og byrjaðu í dag! ssfnaðu staðreyndum um það þegar lífið gengur þér í hag, taktu eftir því smáa (dagbók? taktu ljósmynd? ofl.). Byrjaðu núna!
  • Fyrirmyndir – hver í kringum þig er að gera soldið sniðuga hluti að þínu mati og allt virðist ganga mjög vel, reyndu að öfundast ekki, lærðu af þeim
  • Skoðaðu hvaða hugsanir fara í gang gagnvart sjálfri/sjálfum þér – er það nokkuð mantran ,,týpist ég, ekkert gengur mér í hag?” – þjálfaðu upp uppbyggilegri möntru, búðu hana til og endurtaktu hana, jafnvel hengdu upp á spegil og á hurðina hjá þér og endurtaktu hana, oft og lengi 🙂

blóm