Categories
Uncategorized

Styrkleikar

Hér er slóðin – efst upp í vinstra horni stendur ,,velja tungumál” og þarna velur þú íslensku og ,,vola”!

https://www.viacharacter.org/

Þú þarft að skrá þig inn – gefur upp upplýsingar um þig svona þetta hefðbundna, kyn og email og nafn og fleira – velur þér svo lykilorð. Í stað upplýsinganna um þig þá færðu að taka prófið ókeypis. Að taka prófið tekur um korter.

Svör þín á þessum prófum sem þarna eru í boði vistast sjálfkrafa. Þú getur því alltaf skoðað niðurstöðurnar. Og ef þér leiðist að taka prófið – tekur þú bara pásu og ferð svo inn aftur og þá hafa svörin þín vistast og þú getur haldið áfram þar sem frá var horfið.

Ég fékk styrk frá Embætti Landlæknis til að þýða hið þekkta og mikið rannsakaða VIA Strength styrkleikaprófið. Það þurfti síðan að fara í hendur miklu fleiri, enda meiri vinna en ég taldi í byrjun t.d. sviðsstjóra Embættis Landlæknis og nemendahóps hjá Endurmenntun í jákvæðri sálfræði. En þetta allt er aukaatriði. Aðalatriðið er að nú er hægt að taka þetta próf Á ÍSLENSKU 🙂

Það er skemmst frá því að segja að ég hef verið að nota þetta á námskeiðum, þegar ég kenni yngsta hópnum vill reyndar til að um 20% þeirra velja að taka það á ensku því þú skilja ensku hugtökin betur. Pælið í því!

Hér getur þú lesið meira um þetta próf https://hrefnagudmundsdottir.wordpress.com/2015/01/22/mannkostir/

Um er að ræða 24 styrkleikar sem verið er að mæla – út frá 6 yfirflokkum. Það er sjálfsagt að koma í einkatíma til mín til að rýna betur í niðurstöðurnar og skoða nýjar leiðir til að nýta styrkleikana – það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vellíðan eykst við að finna nýjar leiðir við að nýta styrkleikana. Að nota styrkleika sína skapar framfarir og meiri vellíðan – eykur sjálfsþekkingu og er ein leiðin til aukinnar hamingju.

Categories
Uncategorized

Ástarsorg

Er hægt að deyja úr ástarsorg?

Ástarsorg er kannski svona erfið af því hún byggist á höfnun. Þér er hafnað. Einhver hættir að elska þig, vill ekki hafa þig lengur í lífi sínu. Ígrundaðu hvort sorgin þín, sé af því þú elskar viðkomandi eða af því höfnun er bara svo sár? Kannski er sem sagt höfnunin sárari, helur en beinst að þetta hafi verið svona stór ást.

Í ástarsorg er best að vera góður við einhvern. Sinna einhverjum sem þarf aðstoð, hjálp. Vertu góður við einhvern. Það linar smá þjáninguna á meðan. Af því að þegar þú verður fyrir ástarsorg ertu með ást í hjartanu sem þú veist ekki hvar þú átt að gera við, hvar þú átt að setja hana. Settu hana í að aðstoða einhvern .-)

Já, það er oft stutt milli andláts maka. Gæti verið vegna sorgar, ástarsorgar. Sorg hefur lífræðileg áhrif. Svo ekki sé talað um þá sem taka eigið líf af ástarsorg. Sem betur fer ná flestir sér af ástarsorg að lokum.

Gjarnan er sagt að fyrsta ástarsorgin sé svo erfið, af því við erum ung og óreynd og höfum óraunhæfar vonir og væntingar. Höfnun er alltaf sár, með því erfiðasta sem manneskjn glímir við. En sem betur fer, bíða ný ævintýri á næsta leiti, fyrr en þig grunar. Gefðu þér bara smá svigrúm, elskaðu líka sjálfa þig – aldrei gleyma því. Þú ert mikilvægasta manneskjan í þínu lífi.

Hei, hér eru fínar pælingar:

https://www.heilsutorg.is/is/frettir/5-breytingar-sem-likaminn-fer-i-gegnum-eftir-astarsorg-hverjar-eru-breytingarnar-og-hvernig-er-best-ad-eiga-vid-thaer-

https://www.mbl.is/smartland/samskipti/2018/11/12/sjo_stig_tilfinninga_folks_i_astarsorg/

Categories
Uncategorized

Er ekki léttir að barnið þitt er flutt að heiman? ikke??

Nei, er það ekki raunin?

Á ensku er til fyrirbæri sem heitir ,,Empty nest syndrom”. Þ.e. þær tilfinningalegu lægðir sem fylgja því að barn þarf ekki lengur á þér að halda með sama hætti og áður var.

Einkenni:

 • sorg
 • depurð
 • einmannakennd
 • vanlíðan
 • áhyggjur
 • kvíði

Og svo er gjarnan á sama tíma eitthvað af neðanreindu að gerast að auki í lífinu:

 • starfslok eða breytingar í atvinnulífinu
 • tíðahvörf – breytingarskeiðið
 • andlát maka eða einhvers náins
 • veikindi

Hvað erum við að tala um hérna?

Jú, að ef þú hefur byggt þína sjálfsmynd og tilgang að stóru leiti að því að ala upp barn/börnin þín, skapa því öryggi og gott heimili þá er þetta auðvitað miklar breytingar í lífinu og sjálfsmyndin þarf að breytast. Eitt af þínum stóru verkefnum í lífinu er að breytast og þú varst ekki tilbúin/nn.

Þetta er algengara meðal mæðra en feðra, þetta er enn algengara hjá konum með kannski lítið sjálfstraust og sjálfstraustið var í gegnum þetta hlutverk uppeldis, heimilis og öryggis.

Tilfinningar eins og að upplifa ráðaleysi, upplifa sig einskis virði, óvissa um framtíðina eða upplifa sig hafa fátt að gera, er eitt einkennið.

Kannski varstu ekki tilbúin eða upplifir enga löngun í breytingar?

Kannski er hjónabandið ekki eins og það átti að vera á þessum tímamótum, kannski óstöðugt eða ófullnægjandi.

Kannski treystir þú ekki barninu þínu til að standa á eigin fótum. Ekki viltu samt vera ,,þroskaþjófur” og taka frá barninu þínu tækifærið að taka ákvarðanir fyrir sig og prófa sig áfram? Við þroskumst við að fá að prófa okkur áfram, reka okkur á, allt í lagi að ræða málin en allar ákvarðanir eru einstaklingsins sjálfs, líka þíns barns.

Hvað er til ráða?

 • berðu þig upp við einhvern í kringum þig sem er að upplifa svipað – sumir geta ekki skilið hvað þú átt við og deila ekki þessari reynslu – heyrðu þá betur í hinum sem skilja…
 • viðurkenndu sorg þína, þetta er mikil breyting og þú ert áttavillt(ur)
 • gefðu þér tíma til að laga þig að breytingum, ekki gera of miklar breytingar hratt.
 • ekki gera of miklar kröfur á þig.
 • haltu dagbók eða finndu frið í bænum, hugleiddu, er núna rétti tíminn að fara á núvitundarnámskeið eða í eitthvað mannræktarstarf?
 • þróaðu nýja tegund af samskiptum við barnið þitt
 • settu þér raunhæf markmið og sinntu áhugamálum
 • búðu til lista yfir það sem þú ,,ætlarðir” alltaf einu sinni að gera. Að því loknu ertu með plan!! En hafðu raunhæf markmið, byrjaðu á einu í einu 🙂
 • er kominn tími á endurmenntun eða einhverjar breytingar í starfi sem gæti gefið þér tækifæri að sökkva tönnunum í eitthvað nýtt? (ágætt að byrja t.d. á einhverju námskeiði, frekar en skrá þig í mjög krefjandi 3ja ára nám nema að vel ígrunduðu máli)
 • farðu á námskeið sem þig hefur alltaf langað á, leirkeranámskeið? söngnámskeið, dans o.s.frv.
 • farðu í eitthvað félag og áhugamannahóp svo þú hittir reglulega nýtt fólk
 • hugaðu vel að heilsu þinni, hreyfðu þig reglulega (t.d. 30 daga áskorun, hreyfa sig 30 mínútur á dag utandyra) og borðaðu hollt. Gættu að svefninum
 • taka þátt í sjálfboðaliðastarfi?
 • helgisiðir eins og jarðarfarir, hjálpa okkur að sætta okkur við erfiðar breytingar, getur þú búið til eigin helgisiði til að hjálpa þér að viðurkenna tilfinningar þínar?
 • gróðursett tré, fáðu þér gæludýr, endurinnréttaðu gamla herbergi barnsins þíns

Gangi þér vel!

Endilega sendu mér hugmyndir að bæta hér inn eða athugsemdir á hrefnagudmunds@simnet.is, eða hér fyrir neðan.

Categories
Uncategorized

Góðverk

Hvað er góðverk? Tökum við eftir góðverkum? Mér finnst eins og það sé dálítið amerískt fyrirbrigði að tala um góðverk t.d. ,,Random act of kindness” er eitthvað sem er talsvert talað um og gert í Vesturheimi.

Hér eru t.d. 100 hugmyndir að góðverkum:

https://www.signupgenius.com/groups/random-acts-of-kindness-ideas.cfm

Hér er að finna 101 hugmynd :-)!

Hér er síða fyrir skóla um góðverk: https://www.randomactsofkindness.org/kindness-ideas

Hvað er góðverk?

Kannski er til mis mikil góðverk, en góðverk þó. Það að vera kurteis, sýna umburðarlyndi, að samþykkja aðra og finna hlýju gagnvart samferðarfólki er góðverk. Að sýna öðrum samhyggð og upplifa með þeim, er góðverk. Að rétta hjálparhönd, að hafa samband við einhvern þurfandi er góðverk, að létta undir, að hvetja, er góðverk. Og að gera öðrum gott í nafnleysi með atferli sínu, er væntanlega af öllum líkindum hæsta stig góðverks.

Það er ekki góðverk ef þú ert að gera þetta af skyldu, af samviskubiti, ef þú ætlast til einhvers í staðinn.

Til umhugsunar: Íhugaðu góðverk. Gerðir þú góðverk í dag? einver í þinn garð? Varst þú vitni að góðverki? Sástu eitthvað í fjölmiðlum sem var góðverk?

Við vel lukkað góðverk, losnar út hormón sem lætur þér líða vel. Gæska er ekki bara mikilvæg dyggð, heldur er hún eitt af límum mannlegs samfélags og mikilvæg til að við hreinilega lifum af! Vel lukkað góðverk eykur hamingju, styrkir sjálfstraust, minnkar streitu og styrkir tengsl. Góðverk hægir á hjartanu, þú lítur betur út og minnkar kvíða.

Góðverk eru smitandi!

Categories
Uncategorized

birta og yl II

Ég held að umferðarljósin

séu skotin í mér

af því þau eru alltaf að blikka mig

Ég held að bráðum stytti upp

af því nú er farið að rigna

Ég held að síldin komi bráðum aftur af því búið er að gera samninga

um sölu á henni

Ég held að gjaldheimtan láti mig í friði af því ég elska friðinn

Ég held að bráðum verði allt í lagi af því nú er allt í ólagi

Ég held að bráðum hefjist lífið af því nú er alls svo dauðlegt

Ólafur Haukur Símonarson

Categories
Uncategorized

birtu og yl …

Söngur um lífið
Boudleaux Bryant/Þorsteinn Eggertsson

Í öðrum hvorum söng sem nú er sunginn 
er tómt svartsýnisraus.
Og textaskáldin sýnast mörg sorgum þrungin 
já, langt upp fyrir haus.
En ég vil heldur syngja’ um björtu hliðarnar 
á ævinnar braut.
Ég er ánægður ef ég á söng í hjartanu 
og saltkorn í minn graut.

     Já, syngjum um lífið
     og lofum það líka,
     þó að peningana skorti 
     getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
     Það er nógur tími til að
     hugsa’ um dauðann eftir dauðann,
     njóttu lífsins meðan kostur er.
     Ég syng bara’ um lífið
     og syngdu með mér.

Þó að jarðskjálftar, eldgos, frost og fárviðri 
sé fréttaefni
þá er fegurðin og ástin, já, og sólskinið 
hið rétta efni
sem er þess virði að það sé leitað uppi 
og notið sé vel.
Því að bjartsýni‘ og bros og gleði’ í sálinni er best, það ég tel.


     Já, syngjum um lífið
     og lofum það líka,
     þó að peningana skorti 
     getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
     Það er nógur tími til að
     hugsa’ um dauðann eftir dauðann,
     njóttu lífsins meðan kostur er.
     Ég syng bara’ um lífið
     og syngdu með mér.

Ef leiðist þér að hlusta’ á nöldur 
um fátækt og púl
má alltaf grafa upp lukkusöngva 
sungna af Rúnari Júl.
og ef þú vilt fá skammt af ánægju’ og gleði 
og hamingjuvon
þá ættir þú að hlusta á texta eftir hann 
Þorstein Eggertsson.

     Hann semur um lífið
     og lofar það líka,
     þó að peningana skorti
     getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
     Það er nógur tími til að
     hugsa’ um dauðann eftir dauðann,
     njóttu lífsins meðan kostur er.
     Ég syng bara’ um lífið
     og syngdu með mér.


     Já, syngjum um lífið…

Categories
Uncategorized

Námskeið

Jákvæð sálfræði, seiglan, styrkleikar, hamingjan og atvinnuleit

Categories
Uncategorized

Næsta námskeið