Categories
Uncategorized

Góðverk

Hvað er góðverk? Tökum við eftir góðverkum? Mér finnst eins og það sé dálítið amerískt fyrirbrigði að tala um góðverk t.d. ,,Random act of kindness” er eitthvað sem er talsvert talað um og gert í Vesturheimi.

Hér eru t.d. 100 hugmyndir að góðverkum:

https://www.signupgenius.com/groups/random-acts-of-kindness-ideas.cfm

Hér er að finna 101 hugmynd :-)!

Hér er síða fyrir skóla um góðverk: https://www.randomactsofkindness.org/kindness-ideas

Hvað er góðverk?

Kannski er til mis mikil góðverk, en góðverk þó. Það að vera kurteis, sýna umburðarlyndi, að samþykkja aðra og finna hlýju gagnvart samferðarfólki er góðverk. Að sýna öðrum samhyggð og upplifa með þeim, er góðverk. Að rétta hjálparhönd, að hafa samband við einhvern þurfandi er góðverk, að létta undir, að hvetja, er góðverk. Og að gera öðrum gott í nafnleysi með atferli sínu, er væntanlega af öllum líkindum hæsta stig góðverks.

Það er ekki góðverk ef þú ert að gera þetta af skyldu, af samviskubiti, ef þú ætlast til einhvers í staðinn.

Til umhugsunar: Íhugaðu góðverk. Gerðir þú góðverk í dag? einver í þinn garð? Varst þú vitni að góðverki? Sástu eitthvað í fjölmiðlum sem var góðverk?

Við vel lukkað góðverk, losnar út hormón sem lætur þér líða vel. Gæska er ekki bara mikilvæg dyggð, heldur er hún eitt af límum mannlegs samfélags og mikilvæg til að við hreinilega lifum af! Vel lukkað góðverk eykur hamingju, styrkir sjálfstraust, minnkar streitu og styrkir tengsl. Góðverk hægir á hjartanu, þú lítur betur út og minnkar kvíða.

Góðverk eru smitandi!

By Gaudeamus

MA Vinnu- og félagssálfræði. Formaður félags um jákvæða sálfræði. Framhaldsskólakennari til margra ára. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Hlátursjóga leiðbeinandi og fyrirlestari á sviði jákvæðrar sálfræði og heldur námskeið á sviði félags- og jákvæðrar sálfræði
hrefnagudmunds@simnet.is s: 867-4115

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s