Categories
Uncategorized

Góan er komin!

Lífið er gott og verum þakklát!
Hér eru æfingar sem hafa þau áhrif að við verðum þakklátari og sjáum gjafir lífsins:

1) Skrifaður niður á hverjum degi þrennt nýtt sem þú ert þakklát(ur) fyrir. þetta mun hafa þau áhrif að þú tekur auðveldar eftir því sem er mikils virði

2) Skrifaðu niður nokkuð nákvæmlega eina góða minningu sem gerðist s.l. sólarhring. Þú endurlifir þar með gott andartak og það gefur þér kraft og gleði

3) Íhugaðu – hugleiðsla – núvitund – slökun – auðveldar þér verkefni dagsins

4) Hreyfðu þig – stattu upp frá skrifborðinu, taktu stigann frekar en lyftu, bjóddu öllum góðan daginn, fáðu þér göngu eftir göngum, jóga, ganga, hlaup, sund … hreyfing eflir andann!

5) Gerðu öðrum gott – sendu kveðju, þakklæti, hrós, hvatningu – út í heiminn 🙂

Hér er hressandi innlegg frá Shawn Achor frá 2011 á ted.com

Categories
Uncategorized

Þorrinn

besti staðurinn
Þorrinn er genginn í garð. Vinir koma saman. Tími til að staldra við, jafnvel taka til í sálartetrinu.

Félag um jákvæða sálfræði er með í ,,hamingjuátaki” sem það frétti af, með því að skrá sig og fá hvatningu á hverjum degi. Hvatningin er eins og t.d. að drekka volgt vatn að morgni með safa úr hálfri sítrónu út í. Anda rólega inn og út. Skrifa niður hvað gleður okkur og svo framvegis. Þetta mun aukast, að maður skrái sig í sérstök átök eða á sérstakt dagatal sem hvetur mann áfram til að ná sínum markmiðum. Markmiðin geta verið á andlega og líkamlega sviðinu. Hvatning um að hreyfa sig, borða hollt, vera góður við sína nánustu, vera sem oftast með vinum sem láta mann líða vel. Drekka vatn. Stalda við. Gera eitthvað nýtt í dag. Hringja í vin. Heimsækja eldri borgara. Bjóða góðan daginn við alla í dag brosandi og svo framvegis.
Endilega leitaðu að félaginu á fésbókinni og vertu með!

Categories
Uncategorized

Gleðilegt nýtt ár!

GET

Komdu einhverjum til að hlæja í dag

Farðu á veitingarhús sem þú hefur ekki prófað áður

Taktu eftir því ef vinur eða ættingi gerir eitthvað sem þú veist að hann á erfitt með og hældu honum.

Láttu einhverjum í kringum þig líða vel í dag

Vertu besti liðsmaðurinn í hópnum í dag, gerðu gott úr öllu

Categories
Uncategorized

Góðar æfingar úr jákvæðri sálfræði – Við áramót

Persónulegur vöxtur á árinu. Fyrir hvað brennur þú? Hver er þinn tilgangur.

Þinn persónulegi vöxtur:

  1. Hverju hefur þú afrekað á s.l. 12 árum? Hvernig hafa þessi afrek stuðlað að persónulegum vexti þínum og aukið ánægju þína? Er eitthvað undirliggjandi þema?
  2. Gerðu lista yfir hið gagnstæða, þ.e. þau afrek sem hafa verið erfið og ekki gefið þér neina ánægju

Tilgangur þinn:

  1. Hvenær upplifðir þú síðast sterkar jákvæðar tilfinningar og gleði? Hvað varstu að fást við? Með hverjum varst þú? Hverjar voru aðstæðurnar og hvernig skipta þær máli?
  2. Hvað ertu að fást við þegar þú verður það niðursokkinn í verkefni að þú missir tilfinningu fyrir tíma?
  3. Náðu þér í blað og penna – eða hafðu auðan skjá á tölvunni þinni. Þú byrjar að skrifa efst ,,tilgangur lífs míns er ….”. Þú skrifar niður allt sem kemur upp í hugann. Þegar þú skrifar eitthvað sem þú finnur að vekur upp hjá þér tilfinningar þá ertu að snerta á einhverju þér mjög mikilvægu. Gæti það verið tilgangur þinn í lífinu?

þýtt og staðfært

Categories
Uncategorized

Fullt af spennandi æfingum – sjá í: Jákvæð sálfræði

Categories
Uncategorized

Jákvæð sálfræði

Markmið þessara síðu er að kynna jákvæða sálfræði og eiganda síðunnar, Hrefnu Guðmundsdóttur.

Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem er heilbrigt í okkur og hvað við getum lært af þeim farsælu. Jákvæð sálfræði leitast við að svara spurningum eins og: Hvað einkennir þá farsælu? Geta allir orðið hamingjusamir? Er hægt að ákveða að verða hamingjusamari? Hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað? Hvernig mælum við hamingju? Hvaða breytur eru í fylgni við hamingju o.s.frv. Í Evrópu þekkist að kalla fræðin Hamingjufræði, þegar verið er að mæla hamingju þjóða og bera niðurstöðurnar saman. Hamingjufræði er einn angi af jákvæðu sálfræðinni.

Hér er í boði að fá fyrirlestra, námskeið og ráðgjöf sem byggja á þessum fræðum.  Nánari lýsing er hér sjá m.a.  ,,námskeið í boði”.

Alla nánari upplýsingar má sjá ,,um mig”. Einnig er hægt að hringja í s: 867-4115 eða senda fyrirspurn á hrefnagudmunds@simnet.is.

Ekki feimin að hafa samband.

Categories
Uncategorized

Hello world!

Welcome to WordPress.com! This is your very first post. Click the Edit link to modify or delete it, or start a new post. If you like, use this post to tell readers why you started this blog and what you plan to do with it.

Happy blogging!