Categories
Uncategorized

– 3 – Ertu föst/fastur? – að lokum þetta:

Næsta skref:

Gefðu þér nýja og mikilvæga áskorun.

Finndu einhvern með þér, ef þú getur – til að hafa með í þessu ferðalagi, létta með þér, fara yfir, spjalla. Fá þér kaffi með eða fara með út að ganga.

Gerðu eitthvað af því, sem dregur fram það besta í þér 🙂 er það staður, er það manneskja að hitta, er það að fara út í náttúruna, á listasafn eða horfa á leik?

Segðu upphátt drauma þína, leyfðu öðrum að heyra markmiðiðn þín – þá eru meiri líkur þú náir markmiðunum!

Finndu einhvern sem mun ögra, taka þátt og vekja tilfinningu fyrir árangri hjá þér. Hver er þinn peppari 🙂

Categories
Uncategorized

Spurningar sem þú vilt spyrja þinn eina sanna/þína einu sönnu, áður en þið giftið ykkur – segir N.Y.Times :-)

Categories
Uncategorized

Aldamótakynslóðin 2000

Kynslóðin sem er fædd frá 1984 og fram yfir 2000, kallast aldamótakynslóðin.

Getur verið að hún sé með minna sjálfstraust en fyrri kynslóðir? þau fengu medalíu fyrir að vera síðust, þeim var sagt að þau gætu gert og fengið allt sem þau vildu af því þau væru frábær, komust jafnvel í betri skóla en þau áttu skilið því foreldrarnir komu þeim inn með öllum ráðum o.s.frv.

Þau hafa ekki fengið svigrúmið að þjást og þurfa að vera vandræðaleg og leggja harðar af sér til að uppskera.

Eftir situr minna sjálfstraust og minna úthald og minni hamingja.

Skv. samfélagsmiðlum þá eru allir æðislegir að gera æðislega hluti. Ef þú ferð á kaffihús og vinur þinn setur símann á borðið, þá veistu að þetta er ekki það mikilvæg stund fyrir hann því einhver getur hrifsað hann fljótt frá þér.

Vinátta, ást, starfaánægja, sátt og þakklæti, byggir á allskonar, hæðum og lægðum, tekur á, skapast á löngum tíma, ferli sem tekur langan tíma og þú þarft að gefa þig í.

Þetta er ekki það sem þessi kynslóð hefur þjálfað sig mest í, þau eru færari í því sem virkar strax.

Auðvitað geta þau fengið glefsu af þessu hér og þar, en bara þannig. Þetta segir Simon Sinek. Og í ofanálag, þá er þróunin út í atvinnulífinu með þeim hætti í dag, að það snýst allt um hagnað og hraða og því er fólk frekar verkefnaráðið og í skamman tíma, sem er ekki að hjálpa þessari kynslóð.

Categories
Uncategorized

Er heimurinn svona óvinveittur? Viltu auka jákvæðni og von?

Hér eru 7 tips til að auka jákvæðni og von 🙂

 • Hver sem þú umgengst talsvert, er jákvæðastur eða hvetur þig mest áfram? Getur þú tekið upp þeirra hvatningu og viðhorf og gert að þínu? á hvaða sviðum? kannski akkúrat inn í þær aðstæður sem þér þykja mest krefjandi einmitt núna?
 • Er flestir í kringum þig eru neikvæðir og draga úr þér kraft, reyndu að taka ekki upp sama stíl, varaðu þig, neikvæðni er nefnilega smitandi
 • Prófaðu að brosa til ókunnugra á göngu og sjá hvernig þeir bregðast við, ef þeir brosa til baka þá lætur það þér líða betur
 • Reyndu að hugsa frekar ,,hvernig ætli þetta fari núna” frekar en ,,Ég veit alveg hvernig þetta endar, eins og alltaf”
 • Ákveddu í að safna öllu því góða sem kemur fyrir þig og byrjaðu í dag! ssfnaðu staðreyndum um það þegar lífið gengur þér í hag, taktu eftir því smáa (dagbók? taktu ljósmynd? ofl.). Byrjaðu núna!
 • Fyrirmyndir – hver í kringum þig er að gera soldið sniðuga hluti að þínu mati og allt virðist ganga mjög vel, reyndu að öfundast ekki, lærðu af þeim
 • Skoðaðu hvaða hugsanir fara í gang gagnvart sjálfri/sjálfum þér – er það nokkuð mantran ,,týpist ég, ekkert gengur mér í hag?” – þjálfaðu upp uppbyggilegri möntru, búðu hana til og endurtaktu hana, jafnvel hengdu upp á spegil og á hurðina hjá þér og endurtaktu hana, oft og lengi 🙂

blóm

Categories
Uncategorized

Þú ert meira en skelin;

Við erum stödd í afmælinu þínu.
Þú ert í flunkunýjum kjól keyptum á Ali Baba og rétt náði innum bréfalúguna fyrir kvöldið.

“Ojjj ég er eins og illa vafin rúllupylsa í þessari spjör. Þarf að halda inni maganum á öllum myndum í kvöld”

“Og þessir baugar. Guði sé lof fyrir filtera.”

“Hvað er að frétta af bingóinu á höndunum… af hverju var ég ekki duglegri í ræktinni á síðasta ári??”

Þessir hryðjuverkagaurar fengu að grassera í kollinum áður en þú skundaðir í veislusalinn.

Það er komin ölvun í selskapinn.
Stuð og stemmning.
Fjör á fjórtán.
Gin og tónik í vélindanu.

Þröngir leðurjakkar.
Bleiserar og brilljantín.

Gunna vinkona lemur teskeið í hvítvínsglas úr IKEA.
Það er lækkað í steríógræjunni sem gubbar út Helga Björns og pöbbum sem fella ekki tár.
Það slær þögn á mannskapinn.

“Ég vil skála hér í kvöld fyrir bestu vinkonu minni í gegnum þrjátíu ár. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Þegar ég á slæma daga lætur mér alltaf líða eins og prinsessunni á bauninni Hún hlustar á mig þegar ég kvarta og kveina. Hún samgleðst mér þegar mér gengur vel. Gagnrýnir mig aldrei þó ég geri glappaskot.
Skál fyrir bestu vinkonu sem til er. Hún lengi lifi.

Og svo koma öll fjögur Húrrahrópin frá kórnum áður en meiri mjöður vætir kverkarnar.

Það man enginn eftir kviðvöðvunum þínum.
Öllum er skítsama um hlutfall fitu og vöðva í líkama þínum.
Ást móður þinnar er ekki háð því hvað þú getur gert margar armbeygjur.
Vinkona þín elskar þig hvort sem það flettast dellur yfir sokkabuxnastrenginn þinn.
Umhyggja föður þíns fyrir þér er ekki fólgin í að vera í réttri buxnastærð.
Börnunum þínum er drull um hvað þú ert þung.

Fólk man eftir þér útfrá hvernig því líður í návist þinni.
Þyngdin á útgeisluninni þinni.
Stærð persónuleikans þíns.
Ummálið á umhyggjunni þinni.
Kílógrömmin á ástúð þinni.

Fólk veltir ekki fyrir sér hversu mikið pláss þú tekur í rýminu.
Heldur hversu mikið pláss þú átt í huga þeirra.

Ómakleg gagnrýni og andúð í eigin garð rífur niður sjálfið, svekkir sjálfsmyndina og mölbrýtur sjálfstraustið.

Næst þegar þú ætlar að leyfa sjálfseyðingarbálinu að loga glatt í þurrum hríslum í hausnum hugsaðu frekar um hvað yrði sagt um þig í ræðu í veislunni þinni.

Þú ert meira en skelin.

 

(Tekið frá síðu Röggu Nagla)

cherry_blossom_

Categories
Uncategorized

False growth mindset:

Geggjað viðtal við Carol Dweck:

… And something that also keeps me up at night is that fear that people are developing what i’m calling a ‘false growth mindset’.It’s this idea ‘if it’s good I have it’. So a lot of people are kind of declaring they have it but they don’t. They think it just means open-minded or being a nice person or maybe they are saying it for fixed mindset reasons, I want you to judge me as being the right kind of person. So developing a growth mindset is really a journey, a lifelong journey of monitoring your trigger points and trying to approach things and a more growth mindset way of taking on the challenges, sticking to them, learning from them. Right now I’m writing something for educators that I’m calling ‘false growth mindset’ to tell them ‘no, you can’t just say it, you have to take a journey’ because we’re doing research now showing that many teachers and parents that say they have a growth mindset are actually responding to kids in ways that are creating fixed mindsets for kids…. sjá: https://fs.blog/2016/02/carol-dweck-growth/

growth mindset

 

Categories
Uncategorized

Hvenær er staðnað hugarfar betra en vaxandi (Carol Dweck)

When asked if she sees any context in which a fixed mindset is more beneficial than a growth mindset?

Well, first let me say that a growth mindset doesn’t require you to go around improving everything. You can focus and you can say no I’m not gonna do that, no I’m not gonna do that. But research, not my research but research of others has in fact looked at this question and found two areas so far in which a fixed mindset is better. One is sexual orientation. People who accept that this is who they are and this is who they’re meant to be seem to be better adjusted than people who think ‘I should be changing.’ And the other is aging. So, it’s nice to feel you can stay young through exercise and so forth but people who run around nipping and tucking and the tummy tuck and the this that and the other and it’s kind of a desperate attempt to retain extreme youth that doesn’t seem to be so great either. But when it comes to skill areas it looks like a growth mindset is typically more advantageous.

Dweck’s book, Mindset: The New Psychology of Success, is worth reading in its entirety.

Carol Dweck: When a Fixed Mindset is Better than a Growth Mindset

vaxandi

Categories
Uncategorized

Lífsreglur I

Alltaf er maður að rekast á eitthvað áhugavert 🙂

 

Ágætt að skoða pittina sem skila litlu – þetta teljast ekki góðar vörður í lífinu:

 • Reyndu að geðjast öllum
 • Óttastu breytingar
 • Lifðu í fortíðinni
 • Talaðu sjálfa þig niður
 • Ofhugsa

áhyggjur

 

Categories
Uncategorized

Mikilvægar myndir

Lífið er upp og niður, samfélagsmiðlar sýna yfirleitt bara glansmynd – því vil ég halda þessum myndum vel til haga 🙂 sem hvatning til þín og mín 🙂

There is no elivator to success

börnin maður, börnin

Categories
Uncategorized

Qi Gong við Jökulsárlónið:

Frúin gerir The Eight Silke Brocades Practice:

 

Hér má sjá æfingarnar betur: