Í boði

Í dag held ég námskeið fyrir fólk á tímamótum t.d. fyrir skjólstæðinga hjá Virk og Vinnumálastofnun. Einnig hef ég sinnt vinnustaðagreiningum og sett upp tillögur til breytinga og stutt við þær.

Einnig hef ég komið með innlegg á starfsdaga eða haldið utan um slíka daga.

Ég byggi mín fræði á bæði félags – og vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði.

Í vinnusálfræði þarf að taka tillit til hvers einstaklings s.s. áhuga og styrks, taka tillit til heildarinnar og tengslum innan vinnustaðarins. Starfið þarf að vera í samræmi við markmið og gildi vinnustaðarins og heildin þarf að vera sterkari en summa einstaklinganna.

Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem heilbrigt, um ,,plússana” frekar en ,,mínusana” í veröldinni. Um skynjun, upplifanir og túlkun.  Um mannkostir og styrkleika og að vera gerandi í eigin framtíð.

Jákvæð sálfræði einblínir á núið og framtíðina, fortíðin er liðin og svo sannanlega hægt að læra af henni.

Innleggin byggja á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og hamingjurannsókna, auk félags- og vinnusálfræði.

This image has an empty alt attribute; its file name is hrefna-11-1.jpg

Erindi haldin m.a.:  Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hjá stéttarfélögum s.s. hjá VR og BHM. Hjá fagfélögum s.s. hjá sálfræði og uppeldiskennurum á framhaldsskólastigi, hjá leikskólum, hjá Fagfélagi: Fagfólk í frístundastarfi. Hjá stofnunum Vinnumálastofnunar. Fyrir starfsfólk Menntaskólans á Egilsstöðum. Fyrir félag náms- og starfsráðgjafa. Hjá Velferðarvaktinni í félagsmálaráðuneytinu. Hjá Velferðarvaktinni á Suðurnesjum.  Leikskólakennurum Reykjanesi. Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. Í náminu PRISMA á vegum Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst. Hjá félagi lífsleiknikennara á framhaldsskólastigi. Fyrir félagsmenn Stómasamtakanna. Á starfsdögum hjá Eimskip, Egils Skallagrímssyni og Borgun. Hjá Reykjavíkurborg t.d. hjá Frístundamiðstöðinni Kringlumýri, Kampi og Miðbergi. Fyrir allt sumarstarfsfólk Íþrótta- og tómstundastarfs. Fyrir unglækna. Hjá frístundastarfsfólki í Kópavogi. Hjá Símenntunarmiðstöðvum s.s. Suðurlands, hjá Birtu Starfsendurhæfingu og Framvegis símenntunarmiðstöð o.s.frv.

Viltu heyra um:

* Vellíðan í starfi og á vinnustað

* Tilgangur og markmið og liðsheild á vinnustað

* Hamingjan og hamingjumælingar

* Hvað einkennir þá hamingjusömustu

* Er hægt að auka eigin hamingu?

* Hvernig hafa viðhorf áhrif? Hvernig er hægt að hafa áhrif á viðhorf

* Styrkleikar, seigla, bjartsýni og von

* Skriflegar æfingar

Sjá í ,,Archives” í borðanum hér efst, þar má sjá eldri blogg. Þar er að finna mikið af efni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s