Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem heilbrigt, um ,,plússana” frekar en ,,mínusana” í veröldinni. Um skynjun, upplifanir og túlkun. Um mannkostir og styrkleika og að vera gerandi í eigin framtíð.
Jákvæð sálfræði einblínir á núið og framtíðina, fortíðin er liðin og svo sannanlega hægt að læra af henni.
Innleggin byggja á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og hamingjurannsókna, auk félags- og vinnusálfræði.
Erindi haldin m.a.: Fagfélag – fagfólk í frístundastarfi. Hjá félagi sálfræði- og uppeldiskennara á framhaldsskólastigi. Starfsfólk Menntaskólans á Egilsstöðum. Fyrir félag náms- og starfsráðgjafa. Velferðarvaktin – félagsmálaráðuneytið. Velferðarvaktin á Suðurnesjum. Leikskólakennarar Reykjanesi. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Opni háskólinn í Háskóla Reykjavíkur. Hjá félagi lífsleiknikennara á framhaldsskólastigi. Fyrir félagsmenn Stómasamtakanna. Á starfsdögum hjá Eimskip, Egils Skallagrímssyni og Borgun. Hjá Reykjavíkurborg t.d. hjá Frístundamiðstöðinni Kringlumýri, Kampi og Miðbergi. Fyrir allt sumarstarfsfólk Íþrótta- og tómstundastarfs. Fyrir unglækna. Fyrir starfsfólk Vinnumálastofnunar. Hjá frístundastarfsfólki í Kópavogi. Hjá Símenntunarmiðstöð Suðurlands. Hjá Endurhæfingastöð Suðurlands. Hjá BHM. VR. o.s.frv.
Viltu heyra um:
* Hamingjan og hamingjumælingar
* Hvað einkennir þá hamingjusömustu
* Er hægt að auka eigin hamingu?
* Hvernig hafa viðhorf áhrif? Hvernig er hægt að hafa áhrif á viðhorf
* Styrkleikar, seigla, efla bjartsýni og von
* Skriflegar æfingar
Sjá í ,,Archives” í borðanum hér efst, þar má sjá eldri blogg. Þar er að finna mikið af efni.