Categories
Uncategorized

Núvitund

Að útiloka sig frá umhverfinu í 10-20 mínútur, er góð slökun. Íhugun, núvitund, slökun eða hugleiðsla – allt skilar mjög góðum árangri á líkama og sál. Rannsóknir hafa sýnt bætt áhrif á skap (vitund um eigin tilfinningar og taumhald á þeim) og að ofnæmiskerfið styrkist. Núvitund dregur úr áhrifum streitu, eykur vellíðan og tilfinningu fyrir væntumþykju til heimsins, sjálfs síns og annarra.

Heimild: Ian Morris (2009) Nám í skóla um hamingju og velferð. Erla Kristjánsdóttir þýddi. Námsgangastofnun.

hugleiðsla

Categories
Uncategorized

Er hægt að kenna okkur að vera hamingjusöm? Á jákvæð sálfræði erindi í forvarnarstarf skóla

 

Forvarnarfræðsla þekkist vel sem fræðsla um það sem ekki má.  Ég á minningu af forvarnarfræðslu um eiturlyf, þar sem öllum nemendum í unglingadeildinni var hóað saman upp á sal til að horfa á myndband þar sem farið var yfir hvað fíkniefnin hétu og hvernig þau væru helst notuð. Svo sagði einhver töff týpa að hann hefði notað eiturlyf mikið, að þau væru hættuleg og vinir hans hefðu dáið.  Forvarnarfræðsla í þessum dúr kallast stundum stórslysafræðsla. Það á alla vega við þegar sett er á svið það skelfilegasta sem getur gerst.  Slík fræðsla á oft fyllilega rétt á sér, en mig langar samt að fá að koma með annan vinkil.  Fræðsla að þessu meiði má ekki af mínu viti vera á kostnað þess, að kenna börnum hvað er það besta sem getur gerst í lífinu. Við megum ekki vanrækja að kenna börnum færni til að vera farsæl, heil manneskja og hvetja þau til að blómstra, láta reyna á sína eigin hugmyndir og njóta þess að vera til á eigin forsendum.

Í dag er vitað að samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu frístundastarfi og líf fullt af tilgangi og ábyrgð er besta forvörnin. Kannski væri sniðugt að fræða nemendur og forelda meira um það?  Kannski er hægt að nýta meira þá leið að bjóða gestum í heimsókn til bekkja og hópa, gestum úr nærsamfélaginu eða ættingjum nemenda.  Jafnvel einhverjum sem hefur verið farsæll, náð árangri, helgað sig ákveðnu verkefni og svo framvegis til að segja nemendum frá því hvernig hann sigraðist á hindrunum og hvað hafi nýst honum til að ná árangri.

Ef við trúum því að hamingja og vellíðan sé tilkomin vegna meðfæddra eiginleika og aðstæðna, er tómt mál að tala um að auka trú á eigin getu, auka bjartsýni, seiglu og hæfni í mannlegum samskiptum.  Við sem hins vegar trúum því að slíkt sé hægt að þjálfa, viljum meina að velferð sé  ákveðin afstaða og hugarfar.

Carol Dweck, þekkt kenningarkona í menntavísindum, heldur því fram að það megi flokka farveg þankagangs í tvo flokka, svokallað Festuhugarfar eða Vaxtarhugarfar. Festuhugarfar felur í sér að viðkomandi telur sér trú um að geta ekki lært margt nýtt og hefur litla trú á breytingum.  Vaxtarhugarfar felur hins vegar í sér að viðkomandi er tilbúin að lært eitthvað nýtt,  gera betur, vaxa með hverju verki og fá að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.  Samkvæmt Dweck er heillavænlegra að temja sér Vaxtarhugarfarið.  Kannski ber það merki um Festuhugarfar að trúa því að vellíðan og hamingja stafi að meðfæddu lunderni og aðstæðum sem við höfum lítil áhrif á.  Aðrir trúa því að velferð og hamingja sé afstaða.

Barbara Friedricsen er virtur sálfræðingur og rannsakandi og hefur sérstaklega rannsakað jákvæðar tilfinningar og jákvætt hugarfar. Niðurstöður hennar rannsókna eru í grófum dráttum þær að þegar við erum jákvæð, hugsum við öðruvísi. Við sjáum þá fleiri möguleika í stöðunni, erum sveigjanlegri í hugsun, meira skapandi og víðsýnni.

Komin er út athyglisverð kennslubók sem hentar vel fyrir þá sem trúa því að hægt sé að hafa áhrif á börn og viðhorf ungs fólks til góðra lífsvenja og uppbyggilegs lífs.  Bókin er gefin út af Námsgagnastofnun og heitir:  ,,Nám í skóla um hamingju og velferð ‘‘(2011) og er eftir Ian Morris, þýdd af Erlu Kristjánsdóttur fyrrum lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.  Bókin er áhrifamikil og sannfærandi og býður upp á auðveldar hagnýtar æfingar, aðferðir sem nýtist vel starfsfólki frístundamiðstöðva, skólastjórnendum og kennurum. Morris byggir sínar kennsluaðferðir á reynslunámi,  því að árangursríkara er að fá nemendur til að hreyfa sig heldur en að tala um gildi hreyfingar. Slíkt á einnig við um kennslu í velferð og vellíðan.  Þú temur þér ekki nýja lífshætti nema þú finnir áhrifamátt þeirra.  Bókin byggir á hugmyndafræðinni:  ,,menntun verður að vera meira en uppsöfnun þekkingar, hvort sem hún er vísindaleg, tæknileg, söguleg eða hvað annað.  Menntun á að snúast um hvernig á að lifa” (Matthieu Richard og Jean-Franzois Revel bl. 332 í The Monk and the Philosopher (1998)).

Gleymum því ekki að uppbyggilegar og góðar lífsvenjur eru besta forvörnin. Sjá http://kritin.is/2012/09/09/er-haegt-ad-kenna-okkur-ad-vera-hamingjusamari-a-jakvaedni-og-samhygd-erindi-i-forvarnarfraedslu/

Categories
Uncategorized

Hvernig get ég aukið hamingju mína?

Áskorun dagsins er:
1. Ég lofa að leggja mitt að mörkum í dag, til að auka fegurð og hamingju í heiminum
2. Í dag ætla ég að gleðja einhvern. Þarf ekki að kosta krónu. Smátt eða stórt, skiptir ekki máli.
3. Ég mun taka eftir í dag, einhverjum sem er að auka hamingju samborgara sinna eða einhvern sem þú þekkir og nefna það við næsta mann, kunningja, samstarfsmann, vini eða ættingja. Halda á lofti nafni þeirra sem hafa gert samborgara sína hamingjusama!

Ekki flókið, hinsvegar skemmtilegt!

eddaogfommiSjá líka: http://jakvaedsalfraedi.is/?p=109

Categories
Uncategorized

Hver er þín ástríða?


Þessar spurningar hjálpa þér að þekkja þínar ástríður og þína styrkleika:
1) Ef þú myndir vinna lottóvinninginn á morgun – hvernig myndir þú eyða næstu dögum eftir það
2) Hvað er þér helst hrósað fyrir? Er það eitthvað sem þú hefur lítið fyrir? Þá er það þinn styrkleiki
3) Hvað finnst mér mest gaman að gera?
4) Hvaða skynfæri heldur þú að þú notir mest, til að upplifa og skynja veröldina?
5) Hvaða gerir það að verkum, að þú munt örugglega gera þitt besta?
6) Þeir dagar sem þú vaknar og ert tilbúin í dagsverkin af fullum krafti, hvaða verkefni eru það þá helst sem þú hlakkar til að takast á við?
7) Hverra lítur þú upp til? Hvað er það í fari þeirra sem þú lítur upp til?

Hér er frábært myndband frá ,,Happyologist” í Bretlandi. Hún byggir spurningarnar á efni frá Sir Ken Robinson og fleirum. Horfðu á myndbandið, það mun hjálpa þér að svara spurningunum.

Categories
Uncategorized

Páskar 2013

Gleymum því ekki nú um páskana, að það sem veitir okkur mesta hamingju er yfirleitt ókeypis.

Samverustund með uppáhalds fólkinu. Vinum, fjölskyldu. Að vera þátttakandi í samfélaginu. Vera virkur. Geta hreyft sig og notið útivistar. Að takast á við áskoranir, að vera tilbúin að læra nýja hluti. Að upplifa eitthvað nýtt. Þetta eru allt saman þættir sem auka hamingju og hlúa að okkar velferð. Að auki: það að vera til staðar hér og nú, að upplifa fegurðina sem er allt í kringum okkur, og að þakka fyrir þá hluti sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum.

Verum örlát á okkur sjálf og tíma okkar segja fræðin um hamingjuna, finnum að það er gott að láta sér annt um annað fólk, gefa af sér og jafnvel gleðja aðra.

Gleðilega páska!

páskar

Categories
Uncategorized

20. mars er hamingjudagur

day-of-happinessAlþjóðlegi hamingjudagurinn 20. mars 2013

Alþjóðlegi hamingjudagurinn verður haldinn í fyrsta sinn þann 20. mars næstkomandi. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli á hamingju sem mikilvægu takmarki fyrir einstaklinga og stjórnvöld.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir hamingju og vellíðan sem sammannlegt grundvallarmarkmið. Hvetur þingið aðildarríkin til að leggja enn meiri áherslu á mikilvægi þess að leita að hamingju og vellíðan og að þessi atriði séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanir stjórnvalda. Allsherjarþingið samþykkti ályktun þessa efnis í júní 2012
,,Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg vellíðan er ósýnileg. Saman er þetta þó það sem ákvarðar hamingju að stórum hluta,, Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna 2013

Hér er áskorun dagsins:
1. Ég lofa að leggja mitt að mörkum til að auka hamingju og fegurð í heiminum
2. Ég mun halda á lofti nafni þeirra sem hafa gert samborgara sína enn hamingjusamari, leyfðu öðrum að heyra hvað þeir hafa lagt af mörkum
3. Í dag ætla ég að gleðja einhvern. Þarf ekki að kosta krónu. Smátt eða stórt, skiptir ekki máli.

Sjá einnig:
Má bjóða þér að taka hamingjupróf! ókeypis á netinu – mikilsvirt próf eftir Ed Diener, sem er kallaður Dr. Happiness í USA: http://www.visir.is/section/FRONTPAGE&template=htest

Day of happiness: http://dayofhappiness.net/ http://www.prweb.com/releases/Internationaldayof/happiness/prweb9652737.htm

Frá Landlækni: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item19867/Althjodlegi-hamingjudagurinn-20–mars-2013einnig:

Sameinuðu þjóðirnar: http://www.prweb.com/releases/Internationaldayof/happiness/prweb9652737.htm

Menntamálaráðherra – viðtal vegna hamingjudagsins á mbl.is: http://www.visir.is/-og-bdquo;enginn-buinn-ad-leysa-thetta-enn-og-ldquo;/article/2013130318950?fb_action_ids=10151322919441980&fb_action_types=og.likes&fb_ref=top&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151322919441980%22%3A154122038082163%7D&action_type_map=%7B%2210151322919441980%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151322919441980%22%3A%22top%22%7D

Lög dagsins:
Jónas Sig og ritvélarnar – hamingjan er hér: http://www.youtube.com/watch?v=5PT4VfZaRww
Páll Óskar – ljúfa líf: http://www.youtube.com/watch?
v=30jW4aSdjiA&feature=player_embedded

Categories
Uncategorized

Hvað er betra, en að eiga

Það besta sem guð hefur gefið

Hvað er betra enn að eiga,
innri gleði, innri frið.
Guð minn þá er gott að meiga,
ganga út í sólskinið.

Eftir Pálma Eyjólfsson, sýslufulltrúa. Hvolsvelli

sveit um alla sveit

Categories
Uncategorized

109 ára gömul kona sem lifði af helförina, þetta eru hennar skilaboð út í lífið

Bjartsýni, leita að því góða, lífið er fallegt. Það ljóta er til, en leiðum það hjá okkur eins og við getum. Fegurð er allsstaðar, dáðstu. Verum þakklát og hamingjusöm. Þakklát fyrir að vera á lífi, þakklát fyrir lífið”

Categories
Uncategorized

Góan er komin!

Lífið er gott og verum þakklát!
Hér eru æfingar sem hafa þau áhrif að við verðum þakklátari og sjáum gjafir lífsins:

1) Skrifaður niður á hverjum degi þrennt nýtt sem þú ert þakklát(ur) fyrir. þetta mun hafa þau áhrif að þú tekur auðveldar eftir því sem er mikils virði

2) Skrifaðu niður nokkuð nákvæmlega eina góða minningu sem gerðist s.l. sólarhring. Þú endurlifir þar með gott andartak og það gefur þér kraft og gleði

3) Íhugaðu – hugleiðsla – núvitund – slökun – auðveldar þér verkefni dagsins

4) Hreyfðu þig – stattu upp frá skrifborðinu, taktu stigann frekar en lyftu, bjóddu öllum góðan daginn, fáðu þér göngu eftir göngum, jóga, ganga, hlaup, sund … hreyfing eflir andann!

5) Gerðu öðrum gott – sendu kveðju, þakklæti, hrós, hvatningu – út í heiminn 🙂

Hér er hressandi innlegg frá Shawn Achor frá 2011 á ted.com

Categories
Uncategorized

Þorrinn

besti staðurinn
Þorrinn er genginn í garð. Vinir koma saman. Tími til að staldra við, jafnvel taka til í sálartetrinu.

Félag um jákvæða sálfræði er með í ,,hamingjuátaki” sem það frétti af, með því að skrá sig og fá hvatningu á hverjum degi. Hvatningin er eins og t.d. að drekka volgt vatn að morgni með safa úr hálfri sítrónu út í. Anda rólega inn og út. Skrifa niður hvað gleður okkur og svo framvegis. Þetta mun aukast, að maður skrái sig í sérstök átök eða á sérstakt dagatal sem hvetur mann áfram til að ná sínum markmiðum. Markmiðin geta verið á andlega og líkamlega sviðinu. Hvatning um að hreyfa sig, borða hollt, vera góður við sína nánustu, vera sem oftast með vinum sem láta mann líða vel. Drekka vatn. Stalda við. Gera eitthvað nýtt í dag. Hringja í vin. Heimsækja eldri borgara. Bjóða góðan daginn við alla í dag brosandi og svo framvegis.
Endilega leitaðu að félaginu á fésbókinni og vertu með!